Miðvikudagur 25. apríl 2012

Sigurður dagsins stóð upp í fyrsta skipti! Æfingarnar með Óla afa hafa greinilega skilað sínu. Hann var of fljótur að setjast niður aftur svo engin mynd náðist af afrekinu þessu sinni. Verðum fljótari á myndavélinni.

Þriðjudagur 24. apríl 2012

Unnur fór í lærdómsleiðangur í morgun og skildi okkur Sigurð eftir með gestunum. Við spjöruðum okkur ágætlega.

Óli, Sigurður og Findus að leika sér.

Óli, Sigurður og Findus að leika sér.

Eltingaleikur.

Eltingaleikur.

Sigurður kátur hjá afa sínum.

Sigurður kátur hjá afa sínum.

Dóra, Sigurður og Óli kát í sólinni.

Dóra, Sigurður og Óli kát í sólinni.

Svarthvítir í sólinni.

Svarthvítir í sólinni.

Sólgleraugu mátuð.

Sólgleraugu mátuð.

Sigurður ömmustrákur.

Sigurður ömmustrákur.

Stuð í sólinni.

Stuð í sólinni.

Afi borðar Sigurð.

Afi borðar Sigurð.

Sigurður labbar með afa sínum.

Sigurður labbar með afa sínum.

Mikilvægt að vanda sig.

Mikilvægt að vanda sig.

Spjallað við litla strákinn í speglinum.

Spjallað við litla strákinn í speglinum.

Amma kennir Sigurði eitthvað merkilegt. Findus fylgist með.

Amma kennir Sigurði eitthvað merkilegt. Findus fylgist með.

Amma og Sigurður lesa.

Amma og Sigurður lesa.

Sigurður kátur með sumargjöfina frá afa og ömmu í Borgartanganum.

Sigurður kátur með sumargjöfina frá afa og ömmu í Borgartanganum.

Sigurður og afi ræða málin.

Sigurður og afi ræða málin.

Mánudagur 23. apríl 2012

Óli hefur ákveðið að nýta þurfi tímann sem þau Halldóra eru í heimsókn í eitthvað uppbyggilegt, og setti Sigurð því á strangt námskeið í því hvernig skuli standa upp í dag.

Þessi mynd náðist á æfingu. Sigurður dagsins er hissa.

Þessi mynd náðist á æfingu. Sigurður dagsins er hissa.

Sunnudagur 22. apríl 2012

Siggi fékk sínar fyrstu blöðrur í dag þegar farið var út að borða á Jensen’s Bøfhus. Þær vöktu gífurlega mikla lukku, sem var gott þar sem hann var orðinn þreyttur á rápinu eftir langan dag. Maggi fékk rif. Með fríkeypis áfyllingu. Unnur þurfti að velta honum út af staðnum og hengja blöðrurnar á eyrun ef hann skyldi rúlla af stað niður brekku og týnast.

Sigurður dagsins - fyrir blöðrur.

Sigurður dagsins - fyrir blöðrur.

Laugardagur 21. apríl 2012

Haldið var niður á Kungsträdgarden í dag og Kirsuberjatréin skoðuð, auk þess sem þrammað var upp og niður Drottningargötuna endilanga og Gamla Stan var kortlagður.

Siggi bakpokaferðalangur.

Siggi bakpokaferðalangur.

Kirsuberjatréin að byrja að blómstra

Kirsuberjatréin að byrja að blómstra

Stokkhólmsbúar kátir.

Stokkhólmsbúar kátir.

Gestunum var skemmt. Sem er gott.

Gestunum var skemmt. Sem er gott.

Föstudagur 20. apríl 2012

Halldóra og Ólafur komu í ömmu- og afaheimsókn í dag, sem vakti mikla lukku hjá foreldraeiningunni og Sigurður alveg hreint ljómaði af gleði. Fagleg úttekt var gerð á stöðu mála í verslunarmiðstöð hverfisins sem og helstu verslunargötum borgarinnar. Allt reyndist í góðu ástandi og hlaut borgin skoðun að svo stöddu.

Fimmtudagur 19. apríl 2012

Í dag átti sér stað sérlega óheppilegt tískuslys þegar Sigurður og annar ungur piltur mættu svo gott sem nákvæmlega eins klæddir í ungbarnakaffið. Þeim virtist reyndar sjálfum standa á sama en foreldrarnir hlógu vandræðalega að uppákomunni.

Vandræðalegt svo ekki sé meira sagt.

Vandræðalegt svo ekki sé meira sagt.

Atvikið féll sem betur fer í skuggann á rifrildunum sem upphófust þegar í ljós kom að tvær ungar stúlkur höfðu lent í því sama – þeim var ekki skemmt.