Sigurður dagsins kannar hvað býr undir ískápnum.
Fimmtudagur 26. apríl 2012
Miðvikudagur 25. apríl 2012
Sigurður dagsins stóð upp í fyrsta skipti! Æfingarnar með Óla afa hafa greinilega skilað sínu. Hann var of fljótur að setjast niður aftur svo engin mynd náðist af afrekinu þessu sinni. Verðum fljótari á myndavélinni.
Þriðjudagur 24. apríl 2012
Unnur fór í lærdómsleiðangur í morgun og skildi okkur Sigurð eftir með gestunum. Við spjöruðum okkur ágætlega.
Mánudagur 23. apríl 2012
Sunnudagur 22. apríl 2012
Siggi fékk sínar fyrstu blöðrur í dag þegar farið var út að borða á Jensen’s Bøfhus. Þær vöktu gífurlega mikla lukku, sem var gott þar sem hann var orðinn þreyttur á rápinu eftir langan dag. Maggi fékk rif. Með fríkeypis áfyllingu. Unnur þurfti að velta honum út af staðnum og hengja blöðrurnar á eyrun ef hann skyldi rúlla af stað niður brekku og týnast.
Laugardagur 21. apríl 2012
Föstudagur 20. apríl 2012
Halldóra og Ólafur komu í ömmu- og afaheimsókn í dag, sem vakti mikla lukku hjá foreldraeiningunni og Sigurður alveg hreint ljómaði af gleði. Fagleg úttekt var gerð á stöðu mála í verslunarmiðstöð hverfisins sem og helstu verslunargötum borgarinnar. Allt reyndist í góðu ástandi og hlaut borgin skoðun að svo stöddu.
Fimmtudagur 19. apríl 2012
Í dag átti sér stað sérlega óheppilegt tískuslys þegar Sigurður og annar ungur piltur mættu svo gott sem nákvæmlega eins klæddir í ungbarnakaffið. Þeim virtist reyndar sjálfum standa á sama en foreldrarnir hlógu vandræðalega að uppákomunni.
Atvikið féll sem betur fer í skuggann á rifrildunum sem upphófust þegar í ljós kom að tvær ungar stúlkur höfðu lent í því sama – þeim var ekki skemmt.Miðvikudagur 18. apríl 2012
Unnur og Siggi áttu saman náðuga kvöldstund í dag eftir langan lærdómsdag á meðan Maggi fór í boltahitting þar sem grátið var yfir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni.