Dagur 34

Í dag eru kosningar í Svíþjóð.

Maggi, um frambjóðendur sem eru búnir að vera útum allar götur í margar vikur reyna að næla í kjósendur (og saklausa Íslendinga sem eru ekki með kosningarétt): “Þetta er voða krúttlegt þar til það verður óþolandi. Eins og lítil börn.”

Dagur 33

Ævintýri dagsins var uppvakningaveiðar, þar sem okkur hafði verið lofuð svokölluð uppvakningaganga (e. Zombie walk) á Gamla Stan. Var því lagt af stað með myndavél að vopni og regnhlíf til varnar, þar sem veðurguðirnir ákváðu að nú skyldi sko rigna almennilega.

Þegar komið var á staðinn sáum við fámennustu uppvakningagöngu allra tíma.

Torgið þar sem gangan átti að vera

Torgið þar sem gangan átti að vera

Gangan í fullum skrúða

Gangan í fullum skrúða


Sænskum uppvakningum virðist vera sérdeilis illa við að blotna, þar sem ekki einn einasti lét sjá sig (að skipuleggjandanum undanskildum).
Hvekktur skipuleggjandauppvakningur

Hvekktur skipuleggjandauppvakningur

Unnur með regnhlífina sína

Unnur með regnhlífina sína


Eftir að hafa beðið í korter í rigningu eftir uppvakningun var ákveðið að hlýja sér með góðum kaffibolla, og haldið af stað til Södermalm. Þegar við vorum rétt lögð af stað í áttina að lestarstöðinni mætti okkur leiðsögumaður með hóp af ferðamönnum, ásamt tveimur sýningaruppvakningum. Ákveðin kaldhæðni þar.
Ferðamannauppvakningur

Ferðamannauppvakningur


Þegar komið var til Södermalm var rölt um og leitað að vænlegu kaffihúsi, sem fannst í Café Corno á Mariatorget.
Unnur, heitt súkkulaði, kanelbulla og frábær kaffibolli

Unnur, heitt súkkulaði, kanelbulla og frábær kaffibolli

Café Corno

Café Corno


Þegar stytt hafði upp og við höfðum hlýjað okkur nægilega, Unnur með sænska bók og glósupenna að vopni, héldum við aftur á vit ævintýranna og röltum hér um bil allan Södermalm, Gamla Stan og upp Drottningargötuna. Sáum ýmislegt skemmtilegt á leiðinni:
Sænsk smásjoppa

Sænsk smásjoppa

Gosbrunnur á Mariatorget

Gosbrunnur á Mariatorget

Tveir smábátar á gosbrunni á Mariatorget

Tveir smábátar á gosbrunni á Mariatorget

Laufin skarta haustlitum

Laufin skarta haustlitum

Risastór vínber í sandkassa

Risastór vínber í sandkassa

Stytta á Medborgarplatsen

Stytta á Medborgarplatsen

Haustlitir á trjánum

Haustlitir á trjánum

Ratzinger páfi (Benedict XVI)

Ratzinger páfi (Benedict XVI)

Skemmtimús og Skemmtielgur úr gleri

Skemmtimús og Skemmtielgur úr gleri

Gamla Stan frá Slussen

Gamla Stan frá Slussen

Unnur komin aftur á upphafsreit dagsins

Unnur komin aftur á upphafsreit dagsins


Eftir langan og strangan göngudag var endað á því að fara út (eða öllu heldur inn) að borða á Drottningargötunni, þar sem Maggi fékk þriðja flokks Carbonara og Unnur fékk ágætis pizzu.
En frábært hvítlauksbrauð í forrétt...

En frábært hvítlauksbrauð í forrétt...

Pizzuafgangurinn fékk að koma með heim

Pizzuafgangurinn fékk að koma með heim


Frábær dagur, að skorti á uppvakningum og slæmu Carbonara undanskildu. Myndir dagsins að neðan:

Dagur 32

Nokkrar myndir teknar á campus, á rölti frá matsal til bókasafns.

D-bygging og bókasafn séð frá matsal

D-bygging og bókasafn séð frá matsal

Gula Villan, hús félagsvísindanema

Gula Villan, hús félagsvísindanema

Bókasafnsskuggi á campus

Bókasafnsskuggi á campus

Tréin farin að skarta haustlitunum

Tréin farin að skarta haustlitunum

Stígur að inngangi á bókasafnið

Stígur að inngangi á bókasafnið

Glittir í sólina

Glittir í sólina

Alvöru tré

Alvöru tré

Bleika húsið fyrir utan bókasafnið

Bleika húsið fyrir utan bókasafnið

Dagur 30

Í gær fór ég í fyrsta sænskutímann. Hann var þrír tímar að lengd og samanstóð af kennara, mér, og fullt af fólki sem er búið að læra sænsku áður eða búa í Svíþjóð í nokkur ár. Það fyrsta sem við áttum að gera var að standa upp eitt og eitt og segja aðeins frá okkur á sænsku. Ég hlakka ekki til þegar kennarinn kynnist mér aðeins betur og kemst að því að ég laug eins og ég er löng til. Ég kann náttúrulega ekki að segja á sænsku neitt sem er nálægt sannleikanum svo ég sagði bara það sem ég kunni (“Jag är en fladdermus. Jag gillar cyklar. Dondé está la biblioteca?”). Gálgafrestur. Næsta verkefni var að segja frá Skansen í eina mínútu. Heppin ég að vera nýbúin að heimsækja pleisið (“Jag är en fladdermus. Jag gillar cyklar. Dondé está la biblioteca?”).

Fréttir dagsins eru þær að við erum búin að fá sænskar kennitölur. Nú getum við loksins farið að safna í sakaskrána hérna úti!

Ps. Íþróttakennarinn í ræktinni hatar okkur, og vill greinilega valda okkur sem mestum líkamlegum sársauka á sem stystum tíma. Þessi færsla er skrifuð með nefinu.

Dagur 29

Stundum er eitt blogg á dag bara til of mikils ætlast. Eins og í dag. Ég var í tímum frá níu til níu, kom svo heim og bjó til kjúklingabaunabuff (gómsæt!) í nesti á morgun. Nú er miðnætti og ég var að klára eldhúsið. Maggi er þegar búinn að missa meðvitund. Ef einhverjum finnst þetta ekki nógu djúsí færsla getur viðkomandi bara dúllað sér við að gera betur í kommentakerfinu. Zzz…

Dagur 28

Innsláttarvilla dagsins: “Risk factor for strokes” varð að “risk factor for storkes”. Samkvæmt því á lágvaxið fólk frekar á hættu að fá stork. Það vill enginn lenda í því. Í hælaskó með ykkur öll! Maður er alltaf að læra.

Dagur 27

Í dag var nemendafélagið okkar svo almennilegt að bjóða 100 erlendum nemendum í dagsferð til Skansen, dýragarðs og byggðasafns á Djurgarden í hjarta borgarinnar. Það var að sjálfsögðu ekki boðlegt að afþakka og var nesti því pakkað og haldið af stað. Ferja var tekin frá Gamla Stan og hópnum var sleppt lausum hjá apabúrinu.

Unnur á ferjunni

Unnur á ferjunni

Líkan af Skansen

Líkan af Skansen


Sáum ýmislegt skemmtilegt, spennandi og skondið.
Framandi fuglar

Framandi fuglar

Fallegar hringekjur

Fallegar hringekjur

Eilífðar smáblóm

Eilífðar smáblóm

Pínulítill hestur, eða risavaxið barn

Pínulítill hestur, eða risavaxið barn


Við byrjuðum á því að skoða húsdýragarðinn, þar sem við sáum
Sérlega afslappaðar kanínur

Sérlega afslappaðar kanínur

Nöffi litli grís

Nöffi litli grís

Geit sem virtist vön fyrirsæta

Geit sem virtist vön fyrirsæta


og geitakofa sem var eingöngu fyrir VIP gesti!
Här får man bara vara om man är en get.

Här får man bara vara om man är en get.


Unni var meinaður aðgangur og var hún því skiljanlega miður sín.
Unnur var ekki geit

Unnur var ekki geit


Sáum sérlega hárfagra naggrísi, með snyrtilega sítt að aftan 80’s lookið á hreinu.
Hann á allt Whitesnake safnið

Hann á allt Whitesnake safnið

Unni fannst hann sætur og vildi taka hann með heim

Unni fannst hann sætur og vildi taka hann með heim

Mér fannst Unnur sæt svo ég tók hana með heim

Mér fannst Unnur sæt svo ég tók hana með heim


Við fórum því næst á vit stærri og hættulegri dýra.
Sáum sænska úlfa

Sáum sænska úlfa

Þessi kannaðist hvorki við Mowgli né Kevin Costner

Þessi kannaðist hvorki við Mowgli né Kevin Costner


Sáum stórhættulega íkorna!
Rétt náði að komast undan á hlaupum

Rétt náði að komast undan á hlaupum

Ískalt augnaráðið sést greinilega

Ískalt augnaráðið sést greinilega


Sáum ögn stærri dýr:
Sænskar kýr

Sænskar kýr

Gaupa í trjáhýsinu sínu

Gaupa í trjáhýsinu sínu


Hittum uglu sem neitaði að kannast við Hogwarts og vildi ekki benda okkur á skólann á korti.
Merkikertið

Merkikertið


Sáum Bangsimon og vini hans.
Leitað að hunangi

Leitað að hunangi

Lagst á meltuna eftir hunangsveisluna

Lagst á meltuna eftir hunangsveisluna


Skyndilega er farið að hausta í Stokkhólmi, laufblöðin virðast hafa skipt um lit á einni nóttu.
Haustið liggur í loftinu

Haustið liggur í loftinu

Maggi og Unnur á Skansen

Maggi og Unnur á Skansen


Sáum sænskan skemmtielg!
Skemmtielgurinn að slappa af

Skemmtielgurinn að slappa af

Alþjóðlegir skemmtielgir

Alþjóðlegir skemmtielgir

Skemmtielgur og deer-in-headlight

Skemmtielgur og deer-in-headlight


Unni til mikillar ánægju rákumst við á fleiri geitur.
Geit í sólbaði

Geit í sólbaði

Geit í nærmynd

Geit í nærmynd


Sáum hreindýr, sænska fjölskyldu og tréhest með folald.
Falleg skepna

Falleg skepna

Svíabúrið er rammgert þó þeir virðist vingjarnlegir

Svíabúrið er rammgert þó þeir virðist vingjarnlegir

Óvenjulega gæfir tréhestar

Óvenjulega gæfir tréhestar


Sáum íkorna veiða möndlu og páfugl í sínu fínasta pússi.
Vesalings mandlan

Vesalings mandlan

Spariföt í tilefni dagsins

Spariföt í tilefni dagsins

Afskaplega góður sunnudagur, þökkum nemendafélaginu kærlega fyrir okkur.

Myndir dagsins hér að neðan:

Dagur 26

Við byrjuðum þennan ágæta laugardag á því að kíkja í ræktina, þar sem sænsk kona úr stáli slátraði kviðvöðvunum á okkur með bros á vör. Við eyddum svo deginum í að sleikja sárin, borða súkkulaði undir teppi og horfa á Stephen Fry skoða Ameríku. Þá var kominn tími til að fara í bæinn og hitta mentorinn fræga, hana Týru. Hún mætti með tvær sænskar vinkonur sínar, og við mættum með Hörpu, svo það var einn Svíi á mann. Miklum upplýsingum var safnað. Þær fóru með okkur á bar sem er á 25. hæð í háhýsi á Södermalm, Skrapan, og auðvitað frábært útsýni yfir borgina. Stefnan er tekin þangað fljótlega í dagsbirtu. Þegar við vorum öll orðin mátulega lífhrædd fórum við aftur niður, og eftir að hafa skoðan nokkra sæta en pakkfulla staði eyddum við kvöldinu á pínulitlum bar þar sem var lifandi tónlist og hugguleg stemmning. Ég svaf svo eins og róni á öxlinni á Magga alla leiðina heim í lestinni.

Á morgun: Skansen! Dýragarður og safn og skemmtilegt!