Dagur 96

Í dag var ákveðið að viðra stúlkurnar og því haldið niður í miðbæ en ekki inn í næstu verslunarmiðstöð. Það fyrsta sem við sáum þegar við komum niður í miðbæ var… verslunarmiðstöð. Þar er byrjað að selja jólaskraut.

Unnur fann jólagrís

Unnur fann jólagrís

Svínasulta!

Svínasulta!

Mis-smekklegt jólaskraut.

Mis-smekklegt jólaskraut.

Rúdolf?

Rúdolf?

Fleiri jólagrísir

Fleiri jólagrísir

Fundum sælgætisverslun.
Karamellufjall.

Karamellufjall.

Því næst var haldið á jólamarkaðinn sem opnaði á Gamla Stan í dag.
Stortorgets Julmarknad

Stortorgets Julmarknad

Smáhús í hliðargötu

Smáhús í hliðargötu

Vöffluvagn á jólamarkaði

Vöffluvagn á jólamarkaði

Jólaglögg

Jólaglögg

Jólalög hljómuðu

Jólalög hljómuðu

Heitt súkkulaði selt úr gosbrunni

Heitt súkkulaði selt úr gosbrunni

Fátt jólalegra en kandífloss

Fátt jólalegra en kandífloss

Eplapinnar

Eplapinnar

Til að endurhlaða rafhlöðurnar var haldið á Muffins’ Fabriken sem stóð undir væntingum.
Nom nom nom

Nom nom nom

Gengið upp á Medborgarplatsen í léttum úða sem myndast eins og snjókoma.
Snjókoma í plati

Snjókoma í plati

Skautasvellið á Medborgarplatsen

Skautasvellið á Medborgarplatsen

Eftir göngutúr vorum við komin aftur í miðbæinn og enduðum kvöldið á litlum veitingastað sem selur flatbökur með karrý.
Kulturhuset

Kulturhuset


Allar myndir dagsins;

Dagur 95

Maggi lýgur. Ég keypti mér EKKERT í gær, og jólakjól í dag. Einn. EITT STUKK. Og ég varð ástfangin af skóm sem ég gæti þurft að kaupa seinna, svo ég keypti þá kannski ögn með augunum (telst ekki með, því þeir eru ekki á tásunum núna).

Annars var sofið út í morgun, Maggi þjónaði til borðs í morgunmat og fór svo með okkur í mollið, þar sem hann passaði uppá okkur í allan dag. Þegar við komum heim aftur vorum við öll svo þreytt að við Ása sofnunum í sófanum og Maggi hvarf inní svefnherbergi í tvo tíma. Nú er bara prjónað, horft á Black Books og hugsað um að lúra meira. Á morgun verður opnaður jólamarkaður á Gamla Stan, og þar verðum við, með myndavélar. Svo kannski getum við sýnt það svart á hvítu (nema í lit) á morgun að Ása er í alvöru mætt til Stokkhólms.

(Maggi verður mögulega orðinn heyrnarlaus að hluta eftir þessa heimsókn. Gleðin í hjartanu mínu vegur samt þyngra, svo það verður bara að hafa það.)

Dagur 94

Gestagangur í kofanum, Ása komin í heimsókn færandi gleði og súkkulaðirúsínum. Mikil gleði og hamingja, Unnur er búin að hoppa af spenningi í hátt í sólahring núna – hélt það myndi hætta þegar Ása mætti en svo var víst ekki. Hún hlýtur samt að fara að þreytast bráðum.
Hafði smá áhyggjur af þeim stúlkunum og verslunarleiðangrinum sem var í gangi þegar lögregluþyrla var farin að sveima yfir hverfinu, en það var víst bara misheppnað rán. Maður reyndi að ræna peningaflutningabíl (Hollywood, I know!), en mistókst … og komst undan á hlaupum (spennufall). Dömurnar komu skömmu síðar heim klyfjaðar H&M pokum.
Vorum nú rétt í þessu að koma heim af nýju Harry Potter myndinni, sem virtist vera 30 mínútur (er 2,5 klst). Vondi karlinn er vondur, góðu krakkarnir eru góðir, dvergurinn drap hann (klassískur spoiler). Þið heyrðuð það fyrst hérna, Skemmtielgurinn kominn í æsifréttamennskuna!

Dagur 93

Ég er búin að læra aðeins fram í tímann, íbúðin hefur verið snurfusuð, og ég er búin að finna tælenska nuddstofu í hverfinu. Ég er tilbúin að fá Ásu í heimsókn Á MORGUN!

Dagur 92

Eitt af því sem ég saknaði einna mest (matarlega séð) þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Íslands frá Noregi var smurálegg sem heitir Prim. Íslendingar höfðu ekki uppgötvað ágæti þess síðast þegar ég gáði, þótt mér hafi verið bent á Mysinginn sem “sambærilega vöru” eða “nákvæmlega það sama”. Þeir sem hafa haldið slíku fram hafa gjarnan verið þeir sömu og segjast ekki finna neinn bragðmun á Coke og Pepsi (með sömu rökum, “nákvæmlega það sama”). Slíkt er vitaskuld mikill misskilningur. Hæ Mamma!
Enn sem komið er hefur mér ekki tekist að finna Primið í Svíþjóð, en ég hef rekist á sænsku útgáfuna af þessu fyrirbæri: Messmör! Ekki alveg jafn góð og sú norska, en nú eru Norðmenn annálaðir fyrir að vera framar nágrönnum sínum að mörgu leyti. Fundu upp bæði bréfaklemmuna og ostaskerann, og Prim!

Messmör

Messmör

Dagur 91

Í dag var of mikil rigning til að ég nennti að hlaupa, svo ég klæddi mig vel og labbaði um litríka hverfið okkar í staðinn

Ég fann meira að segja eitt hús í litríka hlutanum til sölu, hver ætlar að vera fyrstur að rífa upp ávísanaheftið og flytja til okkar?

Epli!

Mér var ekki boðið í þetta afmæli

Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin ansi blaut og hrakin (og leið yfir afmælinu)

Sá hluti af hverfinu sem við búum í átti auðveldara með að komast að samkomulagi um litaval: brúngult skal það vera heillin!

Dagur 89

Ég myndi blogga, en ég fór í Body Pump í gær í fyrsta sinn í örlítið of langan tíma, og í dag hef ég ekki minnstu stjórn á útlimunum. Það gerði prjónakaffið í morgun með Íslendingafélaginu að mikilli áskorun. En ég get huggað mig við að þetta verður sennilega ENNÞÁ VERRA Á MORGUN.

Dagur 88

Tíðindalaus dagur þar sem hvorugt okkar var í tímum eða fyrirlestrum. Hápunktar voru að kíkja í ræktina (Unnur vill meina að hún muni ekki koma til með að geta staðið á fætur í fyrramálið), lestur (með piparkökum!) og tilraunamennska í eldhúsinu (Fiskur, ostur og pepperoni – kom skemmtielga skemmtilega á óvart).

Já, lífið er sko ævintýri þegar maður er í útlandinu!

Dagur 87

Í kvöld fórum við á prjónaklúbbs- og bjórklúbbsmixer (ég er í prjónaklúbbi með nokkrum útlenskum stelpum, og mennirnir okkar eru í bjórklúbb á sama tíma (Maggi veit ekki ennþá í hvorum klúbbnum hann á betur heima, hann er jafn vandræðalega lélegur í að drekka bjór og hann er í prjónaskap)). Mixerinn fór fram á írskum pöbb á Gamla stan þar sem merkilegt nokk glumdu bítlalög allt kvöldið. (Og ekki einu sinni þessi bítlalög.) Staðurinn var valinn því þar átti að vera stand-up á ensku, en því hafði verið aflýst, og meðlimir bjórklúbbsins reyndust allir hafa neyðst til að fara skyndilega erlendis af vinnutengdum ástæðum, svo Maggi endaði á spjalli við prjónaklúbbinn allt kvöldið. Hann er að verða merkilega fær í prjónaspjalli.

Nú er niðurtalning í Ásu formlega hafin: Tí mænus 7 deis!