Dagur 123

Leitin að besta hamborgara Stokkhólms hélt áfram í dag, með eintaki sem lofaði góðu á matseðlinum. Þar var honum lýst sem stórfenglegum munnbita með sólþurrkuðum tómötum, beikoni og BBQ-sósu. Maginn hrópaði húrra og ég hoppaði hæð mína. Borgarinn var prýðilegur, en eitthvað var ekki alveg sem skyldi.

Svona lítur sólþurrkaður tómatur ekki út.

Svona lítur sólþurrkaður tómatur ekki út.

Annars er Skemmtielgurinn að fara í jólafrí til Íslands og leggst bloggið því í dvala meðan á dvölinni stendur. Heil ferðataska full af jólagjöfum komin, ekki víst að við náum að pakka helstu nauðsynjum niður (sokkar, nærur og tannburstar verða víst að bíða okkar hérna úti).
Gleðileg jól og farsælt komandi ár öll sömul,
Maggi og Unnur

Dagur 122

Nú rétt í þessu ákvað líkamsræktarstöðin okkar að þakka mér fyrir veittan stuðning og sýnda athygli með forláta gjöf, þessu líka stórkostlega upphandleggshulstri fyrir iPodinn minn. Á minn sann!

Verðlaunin góðu

Verðlaunin góðu

...með iPodinum

...með iPodinum

Sé ákveðinn galla á gjöf Njarðar. Held ég klemmi iPodinn hreinlega á þetta svo hulstrið fari ekki til spillis, nú eða bara gef það sem jólagjöf.

Dagur 120

Í morgun sat ég þann leiðinlegasta fyrirlestur sem ég hef setið á ævinni (í flokknum “Fyrirlestrar á máli sem ég aksjúallí skil”), og var svo andlega brotin þegar ég kom heim að Maggi sá sér þann kost vænstan að vippa mér útí moll að kaupa nokkrar jólagjafir. Þar tók ég snarlega gleði mína á ný, en Maggi hinsvegar týndi sálinni. Það verður ekki á allt kosið í henni veröld. Á meðan hann jafnaði sig fór ég í jólaprjónaklúbb og gerði mitt besta til að losa Stokkhólmsborg við pláguna sem er mandarínur (með því að skófla þeim öllum í andlitið á mér). Ekkert að þakka Svíþjóð.

Dagur 119

Fyrst svo heppilega vildi til að gestirnir okkar náðu að vera í Svíþjóð á Lúsíuhátíðinni var haldið á Skansen (1 & 2) svo við gætum séð nýkjörna Lúsíu Svíþjóðar.

Stúlkurnar á ferjunni til Skansen

Stúlkurnar á ferjunni til Skansen

Unnur og Lilja á bát

Unnur og Lilja á bát

Seríuskreytt tré á Skansen

Seríuskreytt tré á Skansen

Sænskt eldgos

Sænskt eldgos

Lúsíurnar á Skansen

Lúsíurnar á Skansen

Dagur 118

Jólatréin okkar

Jólatréin okkar

Unnur og gestirnir að mynda miðbæinn

Unnur og gestirnir að mynda miðbæinn

Konungshöllin og sænskir þegnar

Konungshöllin og sænskir þegnar

Unnur og gestir fyrir framan konungshöllina

Unnur og gestir fyrir framan konungshöllina

Maggi og Unnur við höllina

Maggi og Unnur við höllina

Stærðarinnar jólatré við höfnina

Stærðarinnar jólatré við höfnina

Sænskur jólagrís í snjó

Sænskur jólagrís í snjó

Fórum á jólamarkaðinn

Fórum á jólamarkaðinn

Skvísurnar úti að borða

Skvísurnar úti að borða

Sænski jólasveinninn búinn að leggja sleðanum

Sænski jólasveinninn búinn að leggja sleðanum


Dagur 117

Í dag ákvað óhamingjusamur maður að sprengja sig í loft upp á Drottningargötunni. Það gerði hann eina daginn í manna minnum sem við lögðum leið okkar þangað til að kaupa jólagjafir og viðra frænkur, og bara rétt við búðina sem við stóðum fyrir utan. Maður er of nálægt sprengingum þegar maður finnur lyktina af þeim. Hið óhuggulegasta mál alltsaman, en allir ómeiddir virðist vera nema umræddur maður.

Að öðru leyti var þetta sérlega jólalegur og uppbyggilegur dagur, við röltum um Gamla Stan, fórum í jólabúðir (Maggi ættleiddi nokkra nissa) og á jólamarkað (heitt kakó úr hvítu súkkulaði). Svo enduðum við daginn öll í hóp, við Maggi, frænkurnar og vinkonurnar, á austurlensku hlaðborði þar sem við borðuðum úr okkur taugatitringinn (sem var greinilega meiri en ég hélt, því ég geti ekki hreyft mig fyrir ofáti!).

Við fundum líka upp nýtt orðatiltæki, þegar Lilja tók eftir því að nýju sokkarnir með dúskunum voru farnir að dragast eftir drullunni í lestinni: Að draga dúskana = að vera búinn að versla yfir sig og búinn á því. Ykkur er öllum boðið að vera með í að koma þessu inn í tungumálið, sérstaklega auðvelt núna fyrir jólin þegar margir munu draga dúskana í Kringlunni.

Dagur 116

Nú eru hvorki fleiri né færri en 6 schtuck vinir og vandamenn í bænum og nóg við að vera. Ég skilaði prófinu mínu í dag og get nú um frjálst höfuð strokið í nokkra daga og notið félagsskaparins. Mögulega keypt nokkrar jólagjafir, þessi jól eru búin að læðast ferlega aftan að mér. Maggi er í fullri vinnu við að fæða og þrífa eftir allan kerlingaskarann, og mollið verður lokað á morgun til að fylla á lagerinn eftir að frænkunum var sleppt lausum þar í dag. Ég eyddi svo kvöldinu við baunabuffsát og kokteiladrykkju á írskum pöbb með vinkonunum meðan Maggi sinnti frænkunum, við verðum að skipta liði til að dekka allar vígstöðvar! En mikið er ég líka orðin sybbin eftir þennan viðburðaríka dag, það verður ekki erfitt að sofna í kvöld…

Dagur 115

Unnur skildi mig aleinan eftir heima í dag þegar hún fagnaði því að Jóhanna, Björk, Elma og Helga væru komnar í verslunarleiðangur og heimsókn til Stokkhólms. Ég missti algjörlega stjórn á heimilinu á meðan, og nú virðast Jólanissarnir hafa klárað piparkökurnar okkar! Þetta er hið versta mál!

Dagur 114

Sátum og horfðum á prýðilegan þátt um Stokkhólm, þar sem Jamie Oliver kynnir sér matarmenningu og ýmsa skondna siði innfæddra. Þar á meðal var Kräftskiva, nokkurs konar humarhátíð – þar sem Kräfta er snædd langt fram á nótt. Unnur táraðist af hlátri þegar hér var komið, henni þótti Svíarnir svo fyndnir með litlu partýhattana og schnappsglösin sín. Hún kallaði þetta ítrekað “litlu rækjuveisluna”, sem við ætlum ekki að segja innfæddum – af ótta við að fá ekki að koma aftur inn í landið ef við skyldum nú einhvern tíman hætta okkur til Íslands aftur.
Jólaskrautið var skjalfest með myndavél:

Hundmundur hress með jólahúfuna

Hundmundur hress með jólahúfuna

Sænska jólakúlan

Sænska jólakúlan

Kertanissarnir góðu, hressir að vanda

Kertanissarnir góðu, hressir að vanda

Glaði jólastubburinn á sínum stað

Glaði jólastubburinn á sínum stað

Tilraun dagsins: Heitt súkkulaði (dökkt+hvítt)

Tilraun dagsins: Heitt súkkulaði (dökkt+hvítt)