Dagur 113

Hrein og fín íbúð, nú með jólaskrauti! Litlir jólanissar hér og þar, Hundmundur kominn með jólasveinahúfuna sína, sænska elgsjólakúlan komin á sinn stað og aðventuljós lýsa upp gluggana. Farinn að óttast það að þessar piparkökur verði ekki langlífar.

Dagur 112

Þetta frönskukaffi er bara ákveðið í að særa mig. Ég er búin að hlakka til þessa dags í marga mánuði, síðan það var tilkynnt í september að síðasti hittingur fyrir jól yrði með SÚKKULAÐIÞEMA. Say no more, og count me in. Svo ég mætti, mycket spennt, og sá… hrúgu af makkarónukökum! Ekki súkkulaðibita að sjá. Þetta lið er siðblint.

Dagur 111

Í dag var mjög krassandi dagur. Ég uppgötvaði bókasafnið í hverfinu. Svo var kornflex í kvöldmat. Ritgerðadagarnir eru bara að vera meira og meira spennandi á þessu heimili.

Dagur 110

Í dag eru tvær vikur þar til við komum heim. Því var fagnað af Íslendingunum í hverfinu með jólaglöggi, þar sem var mikil gleði og ég kom heim með aðra ermina töluvert lengri en hina. Alltaf merki um gott partý. Annars er ég í prófi fram á laugardag (en ætla að reyna að klára á fimmtudag því þá koma gestir) og Maggi er enn að skrifa ritgerð, svo við erum frekar leiðinlegt fólk eins og er.

Neytendakönnun dagsins: Julmust er EKKERT eins og malt og appelsín. Mandarínur þýðast hinsvegar ágætlega yfir á sænsku. Jólaglögg er vont í öllum löndum.

Dagur 109

Maggi er í partýi og ég heima að prjóna, og gæti ekki verið ánægðari með það hlutskipti mitt. Við lærðum á kaffihúsi á Söder í dag í tilefni föstudags, og ég veit að Maggi var með myndavélina á sér, svo ef þið eruð þæg setur hann kannski inn myndir á morgun. Ef ég ætti að giska á myndefnið myndi ég segja að það sé að mestu leyti hlutir þaktir snjó. Svo þið hafið eitthvað að hlakka til!
Myndir:

Runnasnjór

Runnasnjór

Snjóblöð

Snjóblöð

Unnur í snjó

Unnur í snjó

Bona fide piparkökuhús!

Bona fide piparkökuhús!

Piparkökuelgur

Piparkökuelgur

Jólatré á Mariatorget

Jólatré á Mariatorget

Styttunum var kalt

Styttunum var kalt

Báru sig engu að síður vel

Báru sig engu að síður vel

Jólatré á Lappis

Jólatré á Lappis

Dagur 107

Hér væru myndir af fallegum húsum og snæviþöktum görðum úr hverfinu okkar, ef ég hefði munað eftir myndavélinni í göngutúr dagsins.