Dagur 179

Í kjölfar Smallworld spilamennsku á heimilinu hafa risið eyrnatengdar deilur sem sér ekki fyrir endann á. Í spilareglum stendur að sá byrji sem er með oddhvassari eyru. Við erum greinilega ekki fær um að leysa málið okkar á milli, og viljum því biðja ágæta lesendur þessa bloggs að kjósa. Til að gæta sanngirni og hlutleysis munum við ekki gefa upp hvort okkar á hvaða eyra, en segið okkur nú hvort þeirra er oddhvassara:

Eyra A

Eyra B

Dagur 178

Í dag fórum við í heimsókn til alvöru Svía! Á alvöru sænskt heimili! Okkur var meira að segja boðið uppá sænska kanilsnúða og piparkökur! Við vorum svo spennt og upprifin yfir menningarupplifuninni að við gleymdum alveg mannasiðunum og stoppuðum í þrjá tíma. Þaulsetna fólkið. Foreldrar leigusalans okkur buðu okkur að kíkja í kaffi einhvern daginn þegar við komum í ágúst, og við vorum fyrst að koma því í verk í dag. Hefðum átt að vera löngu búin að kíkja á þau, indælis fólk með indælis bakkelsi.

Dagur 177

Í dag var loksins manneskjulegt hitastig úti, og ég fagnaði með því að skottast um Gamla stan. Það urðu allir að ganga um mjóar göturnar í einfaldri röð til að fá ekki í höfuðið snjó sem var að bráðna af þökum og gluggasyllum, en það var bjart og stillt og allir með ófrosin nefhár, svo stemmningin hefði ekki getað verið betri. Enda leit út fyrir að allir íbúar Stokkhólms hafi fengið sömu hugmynd, frelsinu fegnir eftir að hafa kúldrast inni í kuldanum síðustu vikur og mánuði. Svo fór ég á kaffihúsadeit með Magga þar sem við lærðum og ég fékk heimabakað kærleiksmums. Þetta var orðin svo yfirdrifin hversdagsrómantík á einum laugardegi að Maggi bjargaði að lokum heiðri okkar með því að stinga af á djammið með bekkjarfélögum sínum. Slapp fyrir horn, í þetta sinn.

Dagur 176

Orð dagsins er “Barnavagn”.

Hvað á maður að varast? Hverju er maður helst að leita að? (Fjórhjóladrifnir? Sexhjóladrifnir? Fjarstýrðir? Þrjú eða fjögur dekk?)

Allar ábendingar og reynslusögur vel þegnar.

Dagur 175

Mamma var að tilkynna komu sína og Ellu til Stokkhólms eftir bara tvær vikur. Tvær vikur!! Ég er svo spennt að það er eins gott að þetta var ekki ákveðið fyrr, ég hefði farið yfirum. Nú er bara að muna að kaupa góðu sykurmolana áður en dömurnar mæta.

PS. Þetta er örugglega sætasta barnabók sem er til, við gætum neyðst til að kaupa hana “handa unganum”.

Dagur 174

Hugtakið “brainfreeze” öðlaðist nýja merkingu fyrir mér í dag. Hafandi borðað ís hraðar en ráðlagt þykir oftan en einu sinni og oftar en tvisvar er ég ekki alls ókunnugur því hvernig höfuðið virðist frosið í skamma stund.

Það var hins vegar ekki fyrr en í dag sem ég upplifði það að andadrátturinn minn frysi um leið og hann steig upp frá vitum mér, og small síðan snyrtilega á óvarið ennið – sem frysti hausinn á svipaðan hátt og ís getur gert. Sænskur brainfreeze, einn tveir og þrír.

Dagur 173

Ungi litli er hálfbakaður í dag, og af því tilefni tóku stoltir eigendur myndir af hvoru öðru. (Við rákumst enn og aftur á það vandamál að við eigum engan almennilegan vegg til að nota sem bakgrunn, svo þið leiðið hjá ykkur stöff sem á ekki að vera á myndinni.)

Maggi með lamb

Maggi með lamb

Unnur með unga

Unnur með unga

Dagur 172

Í dag fengum við innilega nóg af tveggja tölustafa frosti, brotnuðum saman og keyptum okkur ferð til Frakklands í maí. Planið er að kíkja bæði til Strass og Parísar, jafnvel leyfa Magga að upplifa dýrðina sem er apagarðurinn í Alsace, vínhéraðið og litlu þorpin og svona. Allavega erum við búin að bóka hótel í Strass sem er svo mikið í miðbænum að ég er nokkuð viss um að við munum ekkert geta sofið fyrir látum í dómkirkjuklukkunum! Herbergið okkar er að vísu ekki nema 11 fermetrar með baðherbergi og öllu, svo það er eins gott að samkomulagið verði gott… Ég fékk örlítið sjokk þegar ég var að lýsa fyrir Magga öllu þessu skemmtilega sem við gætum gert og þurfti að draga helminginn til baka því ég má það ekki, eins og skemmtilega vínbarinn þar sem maður fær eitt glas af hverju víni með miklum útlistingum á því ásamt ostum og pulsum sem eiga að passa með, og litlu bjórbrugghúsunum sem gera bjór í kjallaranum og leiða hann beint, gruggugan og sætan og fínan, upp á barinn. Góði góði osturinn og kælda pinot noir-ið mitt er líka off, en sem betur fer er hægt að kaupa flösku af víninu og opna það við gott tækifæri seinna bara. Við vitum ekkert um Parísar-hlutann af ferðaplaninu ennþá hinsvegar, því við erum bæði algjörir ratar þar. Sem betur fer þekkjum við gott fólk sem býr þar, við treystum á að þau hjálpi okkur að velja áhugaverða staði að heimsækja og (ennþá mikilvægara) bestu kaffihúsin að dóla sér á. Í tíu stiga frostinu sem er spáð áfram hérna getum við allavega lifað á því að bráðum getum við japlað á krossöntum og alpahúfum í hlýjunni.

Dagur 171

Í gær fórum við til Uppsala í tilefni þess að veðrið var gott, okkur langaði til þess og Maggi átti afmæli. Fengum frábært ferðaveður; heiðskýrt, logn, glampandi sól … og -20°C hitabeltisveður.

Unnur í góða veðrinu

Unnur í góða veðrinu

Maggi orðinn 28 ára!

Maggi orðinn 28 ára!

Það hefur nokkrum sinnum orðið allsvakalega kalt í vetur, kalt þannig að maður finnur fyrir því inn að beinum eftir smá stund – kalt þannig að nefhárin frjósa. Í gær var það svo kalt að þetta gerðist um leið og við opnuðum útidyrnar.
Glampandi sól í Uppsala

Glampandi sól í Uppsala

Við tókum lestina frá Stockholm Centrum til Uppsala og mættum í enn meiri kulda. Svo kalt að einn af fyrstu innbyggjunum sem við hittum var frosinn broddgöltur.
Unnur og frosni broddgölturinn

Unnur og frosni broddgölturinn

Laufblöð í Uppsala voru frosnari en í Stokkhólmi

Laufblöð í Uppsala voru frosnari en í Stokkhólmi

Við sáum glitta í turnana á Dómkirkjunni frá lestarstöðinni og röltum í átt að henni. Á leiðinni rákumst við á ýmislegt fallegt og skemtilegt.
Skemmtilegur ljósastaur

Skemmtilegur ljósastaur

Frosin dama

Frosin dama

Gangandi skilti (fyrir Ásu)

Gangandi skilti (fyrir Ásu)

Maggi í huggulegri bókabúð

Maggi í huggulegri bókabúð

Glittir í Dómkirkjuna

Glittir í Dómkirkjuna

Unnur fann furðulegt orð utan á húsi.
HISFRFMNTG

HISFRFMNTG

Skrýtnir þessir Svíar…
Dómkirkja í prófíl

Dómkirkja í prófíl

Organistaplága

Organistaplága

Organistinn virðist ekki hafa fengið að ganga laus, en við heyrðum hann spila.
Frosnir skemmtielgir

Frosnir skemmtielgir

Fundum sætt kaffihús og hlýjuðum okkur þar, með kaffibolla og nýjar bækur.
Maggi og Banksy

Maggi og Banksy

Unnur og Adrian Mole

Unnur og Adrian Mole

Þegar við höfðum náð mesta kuldanum úr okkur var farið að rökkva og því tilvalið að skoða ísskúlptúrasýninguna.
Skrautlýst skautasvell með höllina í bakgrunni

Skrautlýst skautasvell með höllina í bakgrunni

Afmælisskúlptúr

Afmælisskúlptúr

Kona í köldum vindi?

Kona í köldum vindi?

Snjóköttur

Snjóköttur

Rjóðir skemmtielgir

Rjóðir skemmtielgir

Þegar við vorum alveg hætt að finna fyrir nefum, eyrum og útlimum var rölt í áttina að Villa Romana þar sem við áttum pantað borð.
Sáum Magnussons á leiðinni

Sáum Magnussons á leiðinni

Villa Romana

Villa Romana

Góður matur og betri félagsskapur, yndislegt að hlýja sér eftir daginn áður en haldið var heim á leið. Eftir að hafa tekið okkur góðan tíma í matinn röltum við niður að lestarstöðinni, með stoppum hér og þar til að forðast frostbit. Kvöddum broddgöltinn og tókum lestina heim.
Broddgölturinn virtist mun upplýstari i lok dags

Broddgölturinn virtist mun upplýstari i lok dags

Frábær dagur – og mikið afskaplega var gott að koma heim í hlýjuna að kvöldi dags, og sofa út í morgun!
Allar myndir dagsins:

Dagur 170

Afskaplega góður dagur með ferðalagi, bakkelsi og ísskúlptúrum.

Afmæliskaffi

Afmæliskaffi

Gerum því betri skil á morgun, nú er að ná -20°C úr sér með hlýrri sæng.