Dagur 230

Kaupmannahafnarferð, dagur tvö – einnig þekktur sem sunnudagur. Fórum í tveggja hæða strætó (lúðalegir túristar!) og í dýragarð.

Komum upp um stórfellt peningaþvætti

Komum upp um stórfellt peningaþvætti

Óþarflega afslöppuð önd sofandi í ljónabúrinu

Óþarflega afslöppuð önd sofandi í ljónabúrinu

Kristján photobombaði mörgæsirnar

Kristján photobombaði mörgæsirnar

Sáum ránfuglasýningu

Sáum ránfuglasýningu

Gestgjafarnir í fiðrildahúsinu

Gestgjafarnir í fiðrildahúsinu

Fiðrildi í fiðriðldahúsinu

Fiðrildi í fiðriðldahúsinu

Kristjáni þótti ekki mikið til apanna koma

Kristjáni þótti ekki mikið til apanna koma

Önd í lausagöngu og felulitum

Önd í lausagöngu og felulitum

Sem panikaði og reyndi að fela sig betur

Sem panikaði og reyndi að fela sig betur

Smá-kengúrur með smá-smá-kengúrur í pokanum

Smá-kengúrur með smá-smá-kengúrur í pokanum

Enduðum kvöldið með þriðja ís dagsins á Íslandsbryggju

Enduðum kvöldið með þriðja ís dagsins á Íslandsbryggju

Dagur 229

Bumbur heimilisins við 28 vikna markið:

Ungi í sérlega lítið vorlega svörtu

Ungi í sérlega lítið vorlega svörtu

Maggi með sinn eigin tímabundna unga sem hann getur leikið við þegar ég er svo ósvífin að bregða mér af bæ með aðal-ungann

Maggi með sinn eigin tímabundna unga sem hann getur leikið við þegar ég er svo ósvífin að bregða mér af bæ með aðal-ungann

Dagur 227

Þá er búið að kveðja Hörpu, sem er flogin heim í heiðardalinn í bili. (Með millilendingu í Tyrklandi, sem við reyndum að útskýra með landakorti að er alveg út í hött en hún lét ekki segjast.) Við Maggi erum bæði að þróa með okkur þetta fína vorkvef, hann lekur eins og krani og ég held því fram að mér sé illt í lungunum, sem mér skilst að hljómi full dramatískt til að sé lagður á það mikill trúnaður. Vandlifað.

Er einhver búinn að sjá í gegnum uppfyllingarbloggin mín milli þess sem Maggi kemst yfir að vinna og setja inn myndablogg? Ennþá tveir dagar í Köben sem bíða birtingar, en maðurinn er víst að skrifa ritgerð og verður foj ef ég set út á þessa undarlegu forgangsröðun.

Dagur 226

Í dag fórum við í leiðangur til þess að kanna hvort kirsuberjatrén í Kungsträdgården væru farin að blómstra.

Unnur kannar

Unnur kannar

Unnur er gangster, þetta vita ekki margir

Unnur er gangster, þetta vita ekki margir

Maggi tók sjálfsmynd

Maggi tók sjálfsmynd

Kirsuberjatrén voru komin með myndarlegt brum, en engin blóm. Neyðumst til að endurtaka leikinn von bráðar. Fórum út að borða með Hörpu Sif og hóp af sérlega hressum Íslendingum. Veitingastaðurinn var afspyrnu skrautlegur og lýstur með blacklight perum, jólaseríum og öðrum lituðum perum – sem hafði athyglisverð áhrif á litarhaft gesta.
Harpa hefur eingöngu nærst á gulrótum í mánuð

Harpa hefur eingöngu nærst á gulrótum í mánuð

Þorðum ekki upp tröppurnar

Þorðum ekki upp tröppurnar

Hress málning á veggjunum

Hress málning á veggjunum

Unnur frekar blá

Unnur frekar blá

Harpa Sif af-gulrótuð

Harpa Sif af-gulrótuð

Harpa Sif og Mæja

Harpa Sif og Mæja

Mikið spjallað og hlegið, sérlega skemmtileg máltíð.
Sáum fallega kirkju á leiðinni heim

Sáum fallega kirkju á leiðinni heim

Dagur 225

Yndislega vonlausu heimaprófi skilað í dag, og af því tilefni fórum við í mollið og Maggi fataði sig upp fyrir sumarið. (Ég reyndi að ná eins og einu dressi á mynd fyrir bloggið en hann muldraði eitthvað um að hann væri engin sýningarpúðla og neitaði að standa kyrr.) Eftir að hafa svo fóðrað ísfíknina sem maðurinn kom sér upp í Köben héldum við heim á leið og ætlum að einbeita okkur að því að gera sem allra minnst það sem eftir er kvölds. Ég er bjartsýn á árangurinn.

Dagur 224

Fórum í ísgöngutúr í góða veðrinu í dag, í tilefni þess að a) það var of gott veður til að gera það ekki, b) Maggi er kominn með prýðilega lokaprófseinkunn og c) Unnur er að fara að takast á við enn eitt heimaprófið.

Tígri varð eftir heima og passaði húsið

Tígri varð eftir heima og passaði húsið

Unnur harðákveðin í því að sumarið væri komið

Unnur harðákveðin í því að sumarið væri komið

Unnur fann brum á trjánuma

Unnur fann brum á trjánuma

Blómin farin að blómstra

Blómin farin að blómstra

Glampandi sólskin

Glampandi sólskin

Eitt... tólf eilífðar smáblóm

Eitt... tólf eilífðar smáblóm

Flogið til tunglsins

Flogið til tunglsins

Fundum körfu fyrir Unni

Fundum körfu fyrir Unni

Litríkt hverfi

Litríkt hverfi

Unnur: Skugginn minn er orðinn óléttur!

Unnur: Skugginn minn er orðinn óléttur!

Fuglaskoðun var stunduð

Fuglaskoðun var stunduð

Karlinn í tunglinu sagði allt gott

Karlinn í tunglinu sagði allt gott

Sólin farin að síga á himni

Sólin farin að síga á himni

Sáum litla dádýrshjörð

Sáum litla dádýrshjörð

Enn meiri fuglaskoðun

Enn meiri fuglaskoðun

Skjór í aðflugi

Skjór í aðflugi

Dagur 223

Nokkrar myndir frá Kaupmannahafnarferðinni, byrjum á laugardeginum.

Útsýnið af svölum gestgjafanna

Útsýnið af svölum gestgjafanna

Ráðhústorgið

Ráðhústorgið

Plús einn sinnum þrír

Plús einn sinnum þrír

Ráðhúsið

Ráðhúsið

Hús í öllum stærðum, gerðum og litum

Hús í öllum stærðum, gerðum og litum

Kongens Nytorv

Kongens Nytorv

Kongens Nytorv II

Kongens Nytorv II

Elísabet æfir drottningarveifið

Elísabet æfir drottningarveifið

Nyhavn í glampandi sólskini

Nyhavn í glampandi sólskini

Snorri & Sylvía óþarflega hress

Snorri & Sylvía óþarflega hress

Strákarnir skelltu sér á fótboltaleik

Strákarnir skelltu sér á fótboltaleik

Maggi pulsaði sig upp

Maggi pulsaði sig upp

Dagur 222

Bumbumyndadagur kominn aftur, og kemur á sama degi og nýjamyndavéladagur!

Unnur sumarleg

Unnur sumarleg

Maggi með nýju myndavélina

Maggi með nýju myndavélina

Svo verða nokkrar auka myndir að fá að fylgja með.
Ytri kassinn sem gripurinn kom í

Ytri kassinn sem gripurinn kom í

Unnur með prakkarasvip

Unnur með prakkarasvip

Grísmundur II var sagður hafa rifið kassann

Grísmundur II var sagður hafa rifið kassann

Tígri og þreytti bangsi sáu hvað gerðist

Tígri og þreytti bangsi sáu hvað gerðist

Unnur faldi sig undir sænginni

Unnur faldi sig undir sænginni

En fannst fyrir rest

En fannst fyrir rest

Var mynduð í svarthvítu fyrir vikið

Var mynduð í svarthvítu fyrir vikið

Maggi sést í spegli

Maggi sést í spegli

Páskakanínurnar flissuðu

Páskakanínurnar flissuðu

Maggi og nýja vélin

Maggi og nýja vélin

Dagur 221

Þreyttur Skemmtielgur kominn heim í hreiðrið eftir frábæra helgi í Kaupmannahöfn með ættartrénu; Maggi tók myndir (koma þegar við erum ekki svona þreytt), Unnur vakti almenna kátínu og gleði líkt og hún er vön, og ungi litli sparkaði þéttingsfast í alla sem hættu sér of nálægt bumbunni – reyndar flestum til mikillar gleði (vonum að það hafi verið tilætlaður árangur hjá honum). Þökkum pent fyrir okkur, frábærar móttökur og yndislega skemmtilega daga (í svo góðu veðri að okkur blöskrar veðurspáin hérna heima næstu daga).