Laugardagur 21. maí 2011

Vorum að rúlla heim úr matarboði, eftir miðnætti eins og villtustu úllíngar. Frábært kvöld með góðu fólki (fólk sem grillar ofaní okkur = gott fólk) og fullt af jarðarberjum. Gleði okkar stafaði reyndar ekki síst af því að heimurinn var ennþá á sínum stað um sexleytið (sú gleði er örlítið áhyggjublandin í ljósi þess að við seldum allar veraldlegar eigur okkar til að geta nærst eingöngu á Kobi-kjöti, kavíar og kampavíni það sem við héldum að væru greinilega síðustu dagarnir okkar í þessum heimi, en það hlýtur að reddast). Um leið og við skriðum inn um dyrnar heima sáum við að dramadrottningin Ísland ætlar að vera með sitt eigið litla heimsenda-sýnishorn í Grímsvötnum. Það er í góðu lagi mín vegna á meðan flugið okkar heim eftir tvær vikur helst á áætlun. Annars er mér alveg sama hvort Bretarnir komast með vindsængurnar sínar til Benidorm eða ekki.

Föstudagur 20. maí 2011

Í dag var gerður út leiðangur til IKEA, sem nær öllu jafna að draga allan lífsvilja úr Magga. Það að vera með hljóðbók í eyrum og hafa kaffibolla meðferðis virðist ná að draga merkilega mikið úr þeim áhrifum, og allir komust heim sæmilega vel haldnir á geði og sál. Myndavélin fékk ekki að koma með, en hér eru nokkrar myndir úr göngutúr sem við fórum fyrir nokkru, takið sérstaklega eftir óhugnalega risabarninu í hverfinu.

Unnur passar að allt sé meðferðis

Unnur passar að allt sé meðferðis

Rafmagnsbófi

Rafmagnsbófi

Óhugnalegt risabarn!

Óhugnalegt risabarn!

Smáreitir sem eru ýmist notaðir til kartöfluræktunar eða sem pínu-sumarhús

Smáreitir sem eru ýmist notaðir til kartöfluræktunar eða sem pínu-sumarhús

Eilífðar smáblómið sem gat

Eilífðar smáblómið sem gat

Fimmtudagur 19. maí 2011

Dagurinn fór í lærdóm og pökkun, en kvöldið í andlegan undirbúning fyrir yfirvofandi Ikea-ferð morgundagsins. Undirbúningur fól meðal annars í sér rólegt labb í náttúrunni (til að finna þriðja augað), afslöppun í sófanum (endurhlaða orkustöðvarnar) og hvítlauksát (styrkja ónæmiskerfið, sænsk Ikea-börn eru pottþétt búin að sleikja allt í þessari búð að minnsta kosti einu sinni). Maggi er greinilega nervus og fór yfir strikið í hvítlauksátinu, enda verður sofið með opinn glugga í nótt. Á morgun verða svo kynntar strangar skömmtunarreglur á öllu í lauk-fjölskyldunni. (Og fyrst við erum byrjuð er sennilega réttast að fara að skammta ísinn líka, þetta er algjörlega farið úr böndunum).

Miðvikudagur 18. maí 2011

Bágborið ástand á heimilinu, Maggi búinn að húka heima yfir ritgerðinni í allan dag og ég í skólanum yfir tölfræði. Ég held að nú sé við hæfi að slökkva á heilanum yfir sjónvarpi og borða eins og einn ísbát. Ísbátar eru æðislegir. Er mig að misminna, eða var þetta ekki einhvern tímann selt á Íslandi? Kannski er ég að rugla því þetta er eins á bragðið og ísblóm. Ah, ísblóm. (Verðið að afsaka. Ég er með smá matarþráhyggju í augnablikinu, lenti fyrir slysni í svelti í tölvustofunni í dag og grjónagrauturinn hans Magga er ekki ennþá farinn að kikka inn.)

Mánudagur 16. maí 2011

Í dag hófst formlega vinna við að pakka dótinu okkar inn í geymslu svo leigusalinn geti sjálf búið í íbúðinni í sumar. Reyndar bara einn kassi massaður í dag, en ég er viss um að hann mun eignast félaga á næstu dögum. Nú eru 20 dagar í heimferð, og við sjáum bæði fram á að vera í miklu skólastressi síðustu dagana svo það er eins gott að gera íbúðina eins tilbúna og við getum áður en þetta fer alltsaman úr böndunum.

Unginn fékk annars hiksta í fyrsta sinn svo ég finni fyrir í dag, og virtist sjálfum svo brugðið við lætin að hann baðaði út öllum öngum á meðan á hikstakastinu stóð. Mér fannst þetta stórkostlega fyndið því ég gat varla haldið mér kyrri á stólnum fyrir látunum. Maggi sýndi barninu töluvert meiri samúð á meðan hann dæmdi mig fyrir skort á móðureðli. (Bíddu bara þar til eitthvað hikstar inní þér góurinn. Það ER fyndið. Éraðsegjaðérða.)

Sunnudagur 15. maí 2011

Annað holl mynda úr Frakklandsferð, annar dagur ferðarinnar í Strasbourg.

Gengum meðfram ánni um morguninn

Gengum meðfram ánni um morguninn

Sáum litla andafjölskyldu

Sáum litla andafjölskyldu

Endur taka því misvel að vera ljósmyndaðar...

Endur taka því misvel að vera ljósmyndaðar...

Hér bjó Unnur einu sinni

Hér bjó Unnur einu sinni

Unnur með "ég er týnd" svipinn sinn

Unnur með "ég er týnd" svipinn sinn

Hringekjur á hverju torgi

Hringekjur á hverju torgi

Gutenberg, hress að vanda

Gutenberg, hress að vanda

Fengum okkur ís, að sjálfsögðu!

Fengum okkur ís, að sjálfsögðu!

Dómkirkjutorgið

Dómkirkjutorgið

Venjuleg önd og hópur dverg-anda

Venjuleg önd og hópur dverg-anda

Unnur og ungi litli í Strasbourg

Unnur og ungi litli í Strasbourg

Gamli bærinn í hnotskurn

Gamli bærinn í hnotskurn

Maggi fékk að smakka Tarte flambée

Maggi fékk að smakka Tarte flambée

Gamli bærinn

Gamli bærinn

Athyglissjúk dúfa

Athyglissjúk dúfa

Fundum fallegan garð

Fundum fallegan garð

Franskir listamenn hræða mig

Franskir listamenn hræða mig

Maggi & Unnur sátt við Strasbourg

Maggi & Unnur sátt við Strasbourg

Fyrir áhugamenn um franska glugga

Fyrir áhugamenn um franska glugga

Laugardagur 14. maí 2011

Maggi fórnaði sér í að horfa á Júró með mér, en eftir að hafa horft á öll lögin 25 án þess að svo mikið sem stynja var hann svo búinn á sál og líkama að hann er farinn með hljóðbókina sína inn í rúm. Hver þraukar alla keppnina og sleppir stigagjöfinni??

Föstudagur 13. maí 2011

Fyrsta hollið af Frakklandsmyndum; fyrsti dagur ferðarinnar í Strasbourg.

Dómkirkjan sem vantar á annan turninn

Dómkirkjan sem vantar á annan turninn

Unnur kát í Strasbourg

Unnur kát í Strasbourg

Skemmtileg veggjalist

Skemmtileg veggjalist

Franskir fuglar í lágflugi

Franskir fuglar í lágflugi

Hallærislegur túristi með myndavél *hóst*

Hallærislegur túristi með myndavél *hóst*

Franskur vindhan... vindskór?

Franskur vindhan... vindskór?

Gengum meðfram Ill (ILL) sem rennur gegnum borgina

Gengum meðfram Ill (ILL) sem rennur gegnum borgina

Rákumst á módelsvan

Rákumst á módelsvan

Sólargeislar spegluðust fallega undir brúm

Sólargeislar spegluðust fallega undir brúm

Hlaupið meðfram ánni

Hlaupið meðfram ánni

Það er lítið hús þar sem turninn vantar á dómkirkjuna!

Það er lítið hús þar sem turninn vantar á dómkirkjuna!

Unnur furðar sig yfir hárkolluverslun

Unnur furðar sig yfir hárkolluverslun

Hér bjó Unnur

Hér bjó Unnur

Maggi kátur í lok dags

Maggi kátur í lok dags

Fimmtudagur 12. maí 2011

31 vika. Setjum inn bumbumyndir í dag þar sem við vorum vant við látin á þriðjudaginn, þrammandi um París í yndislegu veðri.

Bumba með einhvern turn í bakgrunni

Bumba með einhvern turn í bakgrunni

Frábær Limone á Grom

Frábær Limone á Grom