Miðvikudagur 1. júní 2011

Ritgerðinni skilað, lífið er gott. Þriðja lokaritgerðin í háskólaferlinum, merkilegt hvað léttirinn samhliða skilum hefur minnkað frá þeirri fyrstu. Þá var þungu fargi af mér létt, í annari var það komið í meðalstórt spennufall og í þeirri þriðju var þetta eins og að senda venjulegan tölvupóst. Vesen að svo þurfi líka að standa í því að skrifa þessi ósköp, fyrst maður er orðinn svona sjóaður í að senda verkin frá sér fullkláruð.

Fórum út að borða í tilefni dagsins, sjáum til hvort við neyðumst ekki til þess að fá okkur sitt hvorn ísbátinn líka.