Sunnudagur 31. júlí 2011

Nokkrar myndir, aðallega af fæðingardeildinni.

40 vikna bumba

40 vikna bumba

Myndir af mér teknar eftir 40 vikna meðgöngu eiga það sameiginlegt að ég er fáránlega úfin á þeim öllum. Tók ekki eftir þessu á sínum tíma. Dularfullt.

Myndir af mér teknar eftir 40 vikna meðgöngu eiga það sameiginlegt að ég er fáránlega úfin á þeim öllum. Tók ekki eftir þessu á sínum tíma. Dularfullt.

Max bumba, tekin kvöldið áður en við fórum á spítalann

Max bumba, tekin kvöldið áður en við fórum á spítalann

Á leið útúr dyrunum á fæðingardeildina

Á leið útúr dyrunum á fæðingardeildina

Í biðherberginu á Akranesi, með hljóðbók og hríðir

Í biðherberginu á Akranesi, með hljóðbók og hríðir

Búin að kynnast nýja vini mínum, glaðloftinu. Við bonduðum á núlleinni.

Búin að kynnast nýja vini mínum, glaðloftinu. Við bonduðum á núlleinni.

Ég einbeitti mér allan tímann að því að anda gegnum hríðirnar, og Maggi andaði svo mikið með mér að það leið næstum yfir hann

Ég einbeitti mér allan tímann að því að anda gegnum hríðirnar, og Maggi andaði svo mikið með mér að það leið næstum yfir hann

Hæ glaðloft. Ég elska þig.

Hæ glaðloft. Ég elska þig.

Einbeitta konan

Einbeitta konan

Maggi þurfti að fara í öll fötin sín í fæðingunni því ég vildi hafa alla glugga opna og herbergishitinn var orðinn skuggalega nálægt frostmarki

Maggi þurfti að fara í öll fötin sín í fæðingunni því ég vildi hafa alla glugga opna og herbergishitinn var orðinn skuggalega nálægt frostmarki

Dálítið þreytuleg, rétt áður en mér var rúllað af stað í keisara

Dálítið þreytuleg, rétt áður en mér var rúllað af stað í keisara

Splunkunýr pabbi með splunkunýjan unga

Splunkunýr pabbi með splunkunýjan unga

Fimmtudagur 28. júlí 2011

Maggi er farinn að vinna aftur, og er svo upptekinn við að knúsa ungann sinn á kvöldin að hann hefur engan tíma til að vinna ljósmyndir. Hann lét loks undan hópþrýsingi í gær svo hér er smá skammtur, verst að hann er sá eini sem nennir að taka myndir svo þær eru voða margar af mér og voða fáar af honum. Ég verð að taka mig eitthvað á greinilega.

Af unga er það helst að frétta að hann verður meiri krúttmoli með hverjum deginum, sem tekur greinilega mikið á því hann sefur bara og sefur. Í nótt svaf hann í átta tíma samfleytt, svo nýja mamman er úberfersk í dag. Hann er farinn að horfa töluvert í kringum sig með mikinn gáfusvip (sem reynist reyndar oft hafa verið kúkasvipur, en engu að síður…) og sýna tilburði til að reyna að hafa stjórn á þessum risastóra haus, með misgóðum árangri. Þetta er ægilega ljúft líf hjá okkur.

Sperrtur á spítalanum

Sperrtur á spítalanum

Ferska mamman á spítalanum (leyniplanið mitt um að vera svolítið tilhöfð fyrstu dagana til að vera sæt á myndum var fljótt að gleymast, enda snyrtitaskan ekki tekin upp einu sinni á spítalanum)

Ferska mamman á spítalanum (leyniplanið mitt um að vera svolítið tilhöfð fyrstu dagana til að vera sæt á myndum var fljótt að gleymast, enda snyrtitaskan ekki tekin upp einu sinni á spítalanum)

Guðrún Lilja sýndi litla manninum þá aðdáun sem foreldrunum finnst hann eiga skilið

Guðrún Lilja sýndi litla manninum þá aðdáun sem foreldrunum finnst hann eiga skilið

Nýbökuð amma og afi í heimsókn á Skaganum

Nýbökuð amma og afi í heimsókn á Skaganum

Mæðgin

Mæðgin

Einn í hættu á að finna þumalputtann á sér (mamma hans sleppti ekki þeim gæðagrip fyrr en hún byrjaði í skóla)

Einn í hættu á að finna þumalputtann á sér (mamma hans sleppti ekki þeim gæðagrip fyrr en hún byrjaði í skóla)

Ný amma og langamma mættar að skoða drenginn

Ný amma og langamma mættar að skoða drenginn

Föðurbræður að kynna sig

Föðurbræður að kynna sig

Afastrákur

Afastrákur

Dálítið kát með þetta alltsaman

Dálítið kát með þetta alltsaman

Vakandi og fínn

Vakandi og fínn

Gáfu/kúkasvipur

Gáfu/kúkasvipur

Við amma að ræða við guttann

Við amma að ræða við guttann

Fjórar kynslóðir saman

Fjórar kynslóðir saman

Litlu fæturnir (með plástur því það var nýbúið að pína mann eitthvað)

Litlu fæturnir (með plástur því það var nýbúið að pína mann eitthvað)

Lúrt

Lúrt

Drekkutími á bænum

Drekkutími á bænum

Þriðjudagur 19. júlí 2011

Við erum vandræðalega hamingjusöm á svipinn á öllum myndunum af fæðingardeildinni…

Ennþá í keisara en alveg búin að gleyma því

Ennþá í keisara en alveg búin að gleyma því

Stolti pabbinn búinn að gera strumpinn (bókstaflega, föttuðum seinna að hann fór heim í hvítum buxum, með hvíta húfu og í blárri peysu. Strumpur.) tilbúinn fyrir heimferð

Stolti pabbinn búinn að gera strumpinn (bókstaflega, föttuðum seinna að hann fór heim í hvítum buxum, með hvíta húfu og í blárri peysu. Strumpur.) tilbúinn fyrir heimferð

Mér fannst ég ekki svona þreytt á sínum tíma, en myndin talar sínu máli

Mér fannst ég ekki svona þreytt á sínum tíma, en myndin talar sínu máli