Fimmtudagur 29. september 2011

Í dag var yndislegt haustveður, ég í fríi og við ákváðum að það væri ekki seinna vænna að kenna drengnum að leika úti. Við klæddum hann eins og við værum að fara að leika í snjónum, og fórum svo út í sól og hita. Barninu var heeeitt. En eftir að internetið sá Magga hnoðast með hann í gær ákváðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur, áður en sænska barnaverndarnefndin dúkkar upp.

Svo þetta er þetta "úti". Athyglisvert.

Svo þetta er þetta "úti". Athyglisvert.

Mamman var ögn minna klædd í góða veðrinu. Siggi og Séra mamma, það er gamla sagan.

Mamman var ögn minna klædd í góða veðrinu. Siggi og Séra mamma, það er gamla sagan.

Gras. Einhvern daginn mun ég setja þig í munninn.

Gras. Einhvern daginn mun ég setja þig í munninn.

Uh, mamma? Mér er dálítið heitt.

Uh, mamma? Mér er dálítið heitt.

Kannski bjargar pabbi mér úr heimskautaútbúnaðinum.

Kannski bjargar pabbi mér úr heimskautaútbúnaðinum.

Neibb, hann ætlar bara að gera grín að bollukinnunum. Júdas.

Neibb, hann ætlar bara að gera grín að bollukinnunum. Júdas.

Já þetta hjálpar bara engum.

Já þetta hjálpar bara engum.

HALP!

HALP!

Miðvikudagur 28. september 2011

Sigga finnst hrikalega gaman þegar pabbi hans hnoðast með hann. Hér er fyrsti litli hláturinn hans sem við náum að festa á filmu, hlustið vel 0:40 til 0:45 sekúndur inn í myndbandið. Of krúttlegt. (Og það þrátt fyrir hikstann ógurlega sem er nú yfirleitt nóg til að ná litla manninum úr góða skapinu.)

Þriðjudagur 27. september 2011

Heimaprófi skilað í dag, og næsti kúrs byrjar ekki fyrr en eftir viku. Hversu mikið verður Siggi litli knúsaður næstu daga, jeminn!

Maggi fór í fótbolta í dag og ég ætlaði að elda á meðan, en þegar allt var komið á pönnuna og byrjað að malla rak ég mig á það (aftur!) að við finnum ekki dósaopnarann okkar. Og kona verður að bjarga sér.

Handaæfing dagsins: Ná sósunni útum þetta litla gat

Handaæfing dagsins: Ná sósunni útum þetta litla gat

 

Fimmtudagur 22. september 2011

Ég er alltaf að reyna að pína það uppúr stjórnendum prógrammsins míns hvenær jólafríið mun byrja og enda svo við getum pantað flugmiða áður en þeir hækka meira. Í dag sagði aðstoðarkennarinn í prógramminu mér að samkvæmt lögum (?) væri þeim ekki skylt að gefa slíkar upplýsingar upp fyrr en daginn sem umræddur kúrs byrjar. Sem í þessu tilfelli er 9. desember. Ég bind nú samt vonir við að fá þetta fljótlega, einhvern veginn verða þau að fá hótunarbréfin mín til að hætta að berast.

Miðvikudagur 21. september 2011

Í dag fórum við í fjölskylduferð í Försäkringskassan og Skatteverket til að skrá Sigurð (og Unni) inn í landið. Konan sem aðstoðaði okkur horfði skeptísk á Sigurð og vegabréfið hans til skiptis, var ekki alveg viss um að þetta væri sama barnið (myndin í vegabréfinu er eiginlega alveg hrikaleg og mun að öllum líkindum verða römmuð inn þegar fram líða stundir). Hún var líka skeptísk á það að hann héti Sigurður þar sem nafnið í vegabréfinu væri skráð sem “Drengur”, en við útskýrðum fyrir henni (að við höldum) að Þjóðskrá hafi neitað að skrá nafnið fyrr en Skatteverket væri búið að því – krossleggjandi fingur og vonuðum að okkur yrði ekki vísað frá og bent á að tala aftur við Þjóðskrá. Bíðum öll þrjú spennt eftir því að fá póst næstu daga.

Sigurður hress að vanda

Sigurður hress að vanda

Allt er svo spennandi!

Allt er svo spennandi!

Þriðjudagur 20. september 2011

Unnur skilaði heimaprófinu sínu í dag og fékk annað í staðinn. Nýja prófið er reyndar óútfyllt og á að skila eftir viku, svo það hljóta að teljast frekar slæm skipti. Við feðgarnir áttum hins vegar náðugan náttfatadag heima í rólegheitunum.