Sunnudagur 18. september 2011

Ég er á kafi í heimaprófi þessa dagana, og held feðgunum í gíslingu heima því ef ég má ekki gera neitt skemmtilegt þá má það enginn. Sonurinn er búinn að slefa á alla “andsjúgaputtann”vettlingana, og við ekki með þvottavél nema einu sinni í viku, svo nú skartar hann forláta hundasokkum á höndunum, og er sennilega manna fegnastur að fá ekki að fara út og sýna sig svona lúðalegan.

En það sem við erum öll óttaleg hörmung í dag, þá ætlum við að hlífa ykkur við myndum og því og setja frekar inn myndir úr skírninni hans Sigurðar. Þar vorum við öll skínandi fín.

Skírnartertan fína

Skírnartertan fína

Í miðri athöfn, Sigurður hlustar andaktugur á Séra Skírni

Í miðri athöfn, Sigurður hlustar andaktugur á Séra Skírni

Kristján veitir nafninu samþykki sitt

Kristján veitir nafninu samþykki sitt

Gestgjafarnir með skírnarbarnabarnið

Gestgjafarnir með skírnarbarnabarnið

Alnafnarnir flottir saman

Alnafnarnir flottir saman

Allt til alls skírnarlega séð

Allt til alls skírnarlega séð

Hvar er Bjarki?

Hvar er Bjarki?

Þarna er Bjarki!

Þarna er Bjarki!

Fjölskyldumynd í garðinum að veislu lokinni

Fjölskyldumynd í garðinum að veislu lokinni

Ég hefði kannski verið minna krumpuð hefðum við tekið myndir fyrir veislu frekar...

Ég hefði kannski verið minna krumpuð hefðum við tekið myndir fyrir veislu frekar...

Ooog Maggi búinn að missa einbeitinguna

Ooog Maggi búinn að missa einbeitinguna

Amman hefur sínar efasemdir um hegðun fjölskyldunnar

Amman hefur sínar efasemdir um hegðun fjölskyldunnar

Fjölskyldumyndatakan heldur áfram

Fjölskyldumyndatakan heldur áfram

Allir kátir hér

Allir kátir hér

Pabbi og afi hugsa um barnið meðan mamma og amma hugsa um að vera fínar á myndinni

Pabbi og afi hugsa um barnið meðan mamma og amma hugsa um að vera fínar á myndinni

Með ömmu og afa Magga, það var einmitt Bergljót amma sem átti heiðurinn að skírnartertunni

Með ömmu og afa Magga, það var einmitt Bergljót amma sem átti heiðurinn að skírnartertunni

Kjarnafjölskyldan

Kjarnafjölskyldan

Spjallað um hvor á að vera Siggi litli og hvor Siggi stóri

Spjallað um hvor á að vera Siggi litli og hvor Siggi stóri

Snuðið gerði út um málið, Siggi stóri brosir yfir sigrinum

Snuðið gerði út um málið, Siggi stóri brosir yfir sigrinum

Allir sestir eftir stranga myndatöku

Bræðurnir og Sylvía í athyglissjúka kjólnum

Foreldrarnir búnir á því, eftir veislu sem þau þurftu bara að mæta í, borða og spjalla. Mikið á mann lagt.

Foreldrarnir búnir á því, eftir veislu sem þau þurftu bara að mæta í, borða og spjalla. Mikið á mann lagt.

Miðvikudagur 14. september 2011

Í dag fór Sigurður í fyrsta sinn út að borða. Ég fór beint úr skólanum og ætlaði að hitta feðgana mína á staðnum kl. 17:30. Klukkan 18:30 komu þeir rúllandi, eftir að hafa fyrst misst af strætó, og svo verið komnir upp í strætó og hálfa leið í bæinn þegar Maggi uppgötvaði að pelinn hafði gleymst heima og þurfti að snúa við. Við þurfum eitthvað að æfa þetta.

Hér er Sigurður ósáttur við þjónustuna á heimilinu:

Og hér er Maggi að dáleiða son sinn eins og hænu:

Þriðjudagur 13. september 2011

Í dag fór ég út að “hlaupa”, Maggi fór í fótbolta, og við gerðum tilraunir með frumsaminn fiskrétt. Ofnbakaður spínatbernaise-fiskur skal það vera heillin, og hann var bara prýðisgóður. Svo horfðu feðgarnir saman á fótbolta á meðan mamman lærði.

Einbeittir feðgar

Einbeittir feðgar

Maaaark!!!

Maaaark!!!

Jæja, þetta var nú gaman, hvað er annað í sjónvarpinu?

Jæja, þetta var nú gaman, hvað er annað í sjónvarpinu?

Mánudagur 12. september 2011

Í dag er hundur í Sigurði. Skapið batnar reyndar ekki þegar foreldrar hans hlæja bara að honum skælandi, af því hann er svo óbærilega sætur. Ég er að skrifa próf svo Maggi hefur þurft að eiga að mestu einn við hvolpinn litla, sem veit ekkert hvað hann vill en hann veit að hann vill það STRAX.

Ég skaust reyndar í dag og keypti mér nokkrar flíkur, sem er vel því gallabuxurnar þurfa fyrr eða síðar að fara í þvott og þá var það bara bikiníið, jólakjóllinn eða joggarar af barninu (Maggi vill ekki fá stelpulykt í fötin sín). Ég skildi svo mikið af fötunum mínum eftir á Íslandi til að forðast yfirvigt, og svo er ég stórundarleg í laginu eftir atburði síðasta árs. Nú á ég meira að segja hlaupabuxur sem passa, og gæti neyðst til að vígja þær í vikunni (til öryggis með skilti um hálsinn með heimilisfangi og bón um að skila mér vinsamlegast þangað ef ég finnst meðvitundarlaus útí skógi).

Sigurður dagsins:

Sofandi eins og dúkka í vagninum sínum

Sofandi eins og dúkka í vagninum sínum

Sunnudagur 11. september 2011

Í dag buðu nágrannar okkar í Ärvinge, Jón og Hjördís, í kaffiboð þar sem Sigurður fékk að hitta önnur börn og foreldrasettið kynntist nýju fólki. Plús það voru vöfflur! Sérdeilis prýðilegt alveg hreint og fyllti á hamingjutankana fyrir uppvask kvöldsins, sem var umtalsvert eftir kvöldverð og spilakvöld gærdagsins.

Sigurður dagsins:

Laugardagur 10. september 2011

Við gleymdum að taka mynd af spilafélögum okkar í kvöld, Hörpu og Sigurjóni. Mjög vandræðalegt í ljósi þess að við tökum svona 500 myndir á dag, allar af Sigga litla. Sjálfhverfa fólkið. Harpa og Sigurjón voru bæði prýðisfín og kát, og ég skemmti mér konunglega eftir að ég komst yfir skömmina yfir því að bera fram kók með matnum með tannlækni á staðnum.

Harpa sumarleg og sæt

Harpa sumarleg og sæt (myndin tekin við annað tilefni)

Gaman að leika við pabba sinn

Gaman að leika við pabba sinn

Kóalabirnirnir eru líka fyndnir

Kóalabirnirnir eru líka fyndnir

Maður er að verða svakalega pattaralegur!

Maður er að verða svakalega pattaralegur!