Sunnudagur 30. október 2011

Harpa Sif bauð Sigurði í sushiveislu í kvöld. Foreldrasettið mátti náðarsamlegast koma með að því skilyrði uppfylltu að þau kæmu með sína eigin stóla. Jón og Séra Jón já.

Sushi verður til

Sushi verður til

Helga Vala frænka Hörpu (og Magga kom í ljós síðar)

Helga Vala frænka Hörpu (og Magga kom í ljós síðar)

Helga Vala frænka Hörpu er í heimsókn hjá Arnari og Írisi þessa dagana, auk þess sem Tómas er í Stokkhólmi til að sinna reglubundnu eftirliti með Sigurjóni. Íris var því miður eftir heima sökum slappleika, en frábært kvöld engu að síður.
Tómas með Sigurjón í bakgrunni

Tómas með Sigurjón í bakgrunni

Sigurður sat fyrir en neitaði að árita neitt

Sigurður sat fyrir en neitaði að árita neitt

Unnur þótti sæt að vanda

Unnur þótti sæt að vanda

Sigurður kominn á hliðina sökum fyrirsætuálags

Sigurður kominn á hliðina sökum fyrirsætuálags

En fékk knús að launum hjá Hörpu

En fékk knús að launum hjá Hörpu

Sigurður var ósáttur við foreldrasettið um miðbik kvölds þar sem í ljós kom að enginn peli var meðferðis, og honum þótti með öllu ómögulegt að drekka mjólk úr glasi (eða staupglasi). Maggi var því sendur út í pelaleiðangur meðan Sigurður sá um skemmtiatriði og aðrir gestir nutu matarins.
Rósa var með í anda, og kemur til Stokkhólms í næstu viku

Rósa var með í anda, og kemur til Stokkhólms í næstu viku

Sigurður og Arnar skemmtu sér vel saman

Sigurður og Arnar skemmtu sér vel saman

Unnur slappaði af á meðan

Unnur slappaði af á meðan

Sushibakki í vinnslu

Sushibakki í vinnslu

Íris var heima slöpp svo Arnar varð að hafa gaman af Sigurði fyrir tvo

Íris var heima slöpp svo Arnar varð að hafa gaman af Sigurði fyrir tvo

Sushibakkinn tekur á sig stíliseraða mynd

Sushibakkinn tekur á sig stíliseraða mynd

Meistaraverkið tilbúið

Meistaraverkið tilbúið

Sigurjón tekur út verkið

Sigurjón tekur út verkið

Tómas var ánægður með útkomuna

Tómas var ánægður með útkomuna

Veisluborðið klárt

Veisluborðið klárt

Sigurður var uppgefinn eftir sushigerðina og lagði sig

Sigurður var uppgefinn eftir sushigerðina og lagði sig

Mikið var spjallað og hlegið, og ófáum matarboðum hótað. Við skulum glöð taka þátt í slíku með svona skemmtilegum hóp – svo lengi sem okkur er boðið til jafns við Sigurð. Við erum sveigjanleg hvað varðar stóla.
Kertin í lok kvölds

Kertin í lok kvölds

Laugardagur 29. október 2011

Annar myndalaus póstur, því myndavélin var tekin með í ævintýri dagsins en ekki tekin uppúr töskunni. Hún fékk að fljóta með á Söder, þar sem við gengum um og fengum okkur möffins með Hörpu, Helgu frænku hennar, Sigurjóni og Tómasi kærastanum hans. Það var ótrúlega gaman, en við héldum heim á leið með Sigga þegar leiðin lá að lokum á pöbbinn. Hann er soddan partípúper. Við vorum svo ægilega svöng í lestinni að það munaði engu að við enduðum aftur í hrikalegum skyndimat, en við bara fengum okkur ekki til þess eftir gærdaginn og náðum að stilla okkur nógu lengi til að elda tælensk karrí hérna heima.

Föstudagur 28. október 2011

Svakalegur föstudagur í liðinu í dag, ekkert gert af viti. Maggi var reyndar rekinn á kaffihús með bók, svo hann og Siggi grói ekki hreinilega saman. Svo fundum við loksins nýjan útigalla á Sigga, hægara sagt en gert að finna flík sem stenst allar okkar sérviskulegu kröfur (heitur og flöffí, nógu mjúkur til að vera þægilegur í Manduca-poka, knúsulegur). Við ákváðum að nenna ekki að elda, svo kvöldmaturinn var snæddur á Burger King á leiðinni heim. Eins og venjulega rifjast þá upp af hverju við borðum eiginlega aldrei á svona ofurskyndibitastöðum (ekki góður matur og maður svangur aftur eftir klukkutíma). Maður verður að læra þá lexíu reglulega greinilega. Sigurður dagsins var hress en Maggi dagsins of þreyttur til að vinna mynd af honum, svo þið verðið bara að treysta mér.

Þriðjudagur 25. október 2011

Við fengum burðarsjal að gjöf frá Elínu, konu bróður míns (myndarkonan bjó það til sjálf!) og erum að prófa það þessa dagana. Siggi kann rosalega vel við sig í því, sérstaklega því það er svo auðvelt að naga það… Hann reyndar svitnar dálítið mikið þegar hann er í því, ég veit ekki alveg hvað maður gerir í því. En mikið er gott að geta skipt um þegar Sigginn er órólegur og búinn að vera lengi í Manducanum, það róar manninn helling að breyta aðeins til. Það er svo mikið auðveldara að binda þetta sjal en ég hélt, að nú er hætt við að ég fjárfesti í burðarsjali sem er ekki teygjanlegt þegar hann verður aðeins eldri, ef honum endist þolinmæði í að láta knúsa sig svona endalaust. Mömmunni finnst allavega aðeins of gott að kengúra drenginn svona í pokum og sjölum…

Nom, nom, nom...

Nom, nom, nom...

Erfitt að halda meðvitund þegar er svona kósí

Erfitt að halda meðvitund þegar er svona kósí

Litlu hroturnar eru uppáhalds

Litlu hroturnar eru uppáhalds

Mánudagur 24. október 2011

Siggi reyndi að vera samkvæmisljón í matarboðinu í gær, en þegar hann var búinn að þrauka vakandi ansi lengi þá allt í einu missti hann meðvitund í fanginu á mér. Hann gerði sitt besta.

Plís ekki láta neitt skemmtilegt gerast meðan ég sef

Plís ekki láta neitt skemmtilegt gerast meðan ég sef

Sunnudagur 23. október 2011

Við erum að aðlagast gestalausa lífinu á ný, aðeins of mikill lúxus að hafa gesti svona tvær vikur í röð. Siggi er hálf ómögulegur eitthvað eftir að fjölskyldan fór, ég held honum finnist ekki nóg dáðst að sér lengur. Barnið fór úr stærð 62 í 68 um leið og mamma mætti, henni fannst hann orðinn eins og strekktur köttur og ég sá ekkert hvað hún átti við fyrr en við settum hann í 68 og ég áttaði mig á því að barnaföt eiga víst ekki að passa eins og skautahlaups-spandexgallar. Úps. Maður er alltaf að læra.

Í dag fórum við í ótrúlega gómsætan mat til Ingós og Beggu, þar sem Maggi gerði heiðarlega tilraun til að taka jólakortamyndina þeirra í ár. Mér þykir svona frekar líklegt að hún verði hreyfð. Ég hef í kjölfarið ákveðið að allar jólakortamyndirnar okkar Magga verði alltaf bara af okkur tveimur, því við kunnum að sitja kyrr með jólabrosið okkar. Siggi getur bara teiknað sig inná þær þegar hann hefur aldur til.

Laugardagur 22. október 2011

Seinna hollið af Skansenmyndum.

Fallegt hús á Skansen

Fallegt hús á Skansen

Úlfur úlfur!

Úlfur úlfur!

Skuggalegur úlfur

Skuggalegur úlfur

Rákumst á skemmtilegan íkorna

Rákumst á skemmtilegan íkorna

Sáum gaupu í matarhléi

Sáum gaupu í matarhléi

Bjarki og Unnur voru spenntari fyrir íkornanum en gaupunni

Bjarki og Unnur voru spenntari fyrir íkornanum en gaupunni

Halldóra hélt áfram að setjast á dýr

Halldóra hélt áfram að setjast á dýr

Þessir sáu til Halldóru og voru ekki par sáttir

Þessir sáu til Halldóru og voru ekki par sáttir

Unnur kynnir sér birnina

Unnur kynnir sér birnina

Þessi mæðgin létu sér fátt um finnast

Þessi mæðgin létu sér fátt um finnast

Selur sáttur við lífið á þurru landi

Selur sáttur við lífið á þurru landi

Óli og Halldóra skoða selina

Óli og Halldóra skoða selina

Selur í sólbaði

Selur í sólbaði

Sáum páfugl spóka sig

Sáum páfugl spóka sig

Óla langaði í páfugl í stofuna

Óla langaði í páfugl í stofuna

Þessi flúði upp í tré

Þessi flúði upp í tré

Bjarki fann otur í góðu yfirlæti

Bjarki fann otur í góðu yfirlæti

Brú beint út úr ævintýri

Brú beint út úr ævintýri

Fjölskyldan á röltinu

Fjölskyldan á röltinu

Íkorni íhugar að stinga sér til sunds

Íkorni íhugar að stinga sér til sunds

Sápukúla fylgdist áhugasöm með íkornanum

Sápukúla fylgdist áhugasöm með íkornanum

Yfirlitsmynd af Skansen

Yfirlitsmynd af Skansen

Föstudagur 21. október 2011

Fyrsta holl af Skansenmyndum mætt. Yndislegur dagur

Ólafur íhugar dagsplanið einbeittur

Ólafur íhugar dagsplanið einbeittur

Sigurður hlustar spenntur á plönin

Sigurður hlustar spenntur á plönin

En missir fljótt áhugann

En missir fljótt áhugann

Hissa á því að einhver annar sé myndaður

Hissa á því að einhver annar sé myndaður

Myndaður aftur og þónokkuð góður með sig

Myndaður aftur og þónokkuð góður með sig

Sáum glæsilega skútu

Sáum glæsilega skútu

Gamla Stan á sjóndeildarhringnum

Gamla Stan á sjóndeildarhringnum

Mættum annarri ferju

Mættum annarri ferju

Halldóra og Óli stóðu í stafni

Halldóra og Óli stóðu í stafni

Höfðu gætur á mögulegum sjóræningjum

Höfðu gætur á mögulegum sjóræningjum

Systkinin gáfuleg að vanda

Systkinin gáfuleg að vanda

Skansen-önd sem forvitnaðist um Bjarka

Skansen-önd sem forvitnaðist um Bjarka

Bjarki hótaði því að forvitnast til baka

Bjarki hótaði því að forvitnast til baka

Sáum sirkushest

Sáum sirkushest

Hittum páfugl

Hittum páfugl

Fjölskyldan á röltinu

Fjölskyldan á röltinu

Unnur sæt í sólinni

Unnur sæt í sólinni