Fimmtudagur 20. október 2011

Í dag var yndislegt veður, og tilvalið að kíkja á Skansen í smá dýraskoðun. Myndavélin hans Magga skoðaði dýrin af svo miklum móð að hann hló bara þegar ég spurði hvort myndirnar frá deginum væru tilbúnar. Svo þær koma bráðum. Á meðan:

Sigurður hló innilega að pabba sínum í dag

Sigurður hló innilega að pabba sínum í dag

Og lái honum hver sem vill...

Og lái honum hver sem vill...

En stundum, þegar maður er alveg öfugsnúinn og foj, er eina leiðin að vera bara bókstaflega öfugsnúinn í smástund

En stundum, þegar maður er alveg öfugsnúinn og foj, er eina leiðin að vera bara bókstaflega öfugsnúinn í smástund

Miðvikudagur 19. október 2011

Í dag ætluðum við að skottast um bæinn, fara á Skansen og svona, en það rigndi bara og var drungalegt svo við frestuðum því til morguns. Í staðinn var tekið miðbæjarrölt og kíkt út að borða. Sigurður lék á alls oddi, þrátt fyrir að vera sá eini sem var skikkaður til að taka með sér nesti á veitingastaðinn.

Sigurður plottar að ræna kjúklingnum hennar ömmu meðan hún er ekki að fylgjast með

Sigurður plottar að ræna kjúklingnum hennar ömmu meðan hún er ekki að fylgjast með

Hey, þú! Engar myndir!

Hey, þú! Engar myndir!

Þriðjudagur 18. október 2011

Í dag opnuðust himnarnir og regn streymdi niður fyrir allan peninginn, gestunum til mikillar gleði. Óli og Halldóra voru nærri drukknuð í miðbænum, hér um bil fokin í rokinu sem fylgdi og týndust í tvígang. Óli vildi reyndar ekki kannast við neitt af þessu, en Halldóra staðfesti þetta allt saman. Bjarki hafði það náðugt með sjónvarpsflakkaranum hérna heima, virtist lítið spenntur fyrir því að fara út í þetta veður.

Sigurður uppgötvaði rosalega skemmtilegan lítinn dreng sem býr í speglinum heima hjá okkur, spjallaði við hann og hló honum til samlætis – þar til hann varð feiminn og snéri sér snarlega undan.

Mánudagur 17. október 2011

Í dag var gerður út leiðangur til Uppsala svo gestirnir fengju að sjá eitthvað annað en Stokkhólm. Minnug þess hversu óhugnalega kalt var þar síðast voru öll hlý föt tekin með.

Sigurður fer yfir dagsplanið

Sigurður fer yfir dagsplanið

Hlýðir á veðurspána

Hlýðir á veðurspána

Ekki alveg viss með þessa foreldra

Ekki alveg viss með þessa foreldra

Það reyndist prýðileg hugmynd þegar leið á daginn, þrátt fyrir efasemdir unga mannsins.
Ólafur um borð í lestinni

Ólafur um borð í lestinni

Bjarki Snær hress

Bjarki Snær hress

Rölt var gegnum miðbæinn, heilsað upp á endurnar og dómkirkjan kortlögð.
Fjölskyldan í Uppsala

Fjölskyldan í Uppsala

Spjallað um daginn, veginn og Sigurð

Spjallað um daginn, veginn og Sigurð

Endur forvitnast um Bjarka

Endur forvitnast um Bjarka

Bjarki forvitnast um endurnar

Bjarki forvitnast um endurnar

Halldóra fann hafur

Halldóra fann hafur

Bjarki og Unnur kát

Bjarki og Unnur kát

Sigurður fann fallegt tré

Sigurður fann fallegt tré

Prýðileg kaffihús fundust líka, þar á meðal eitt sem bauð upp á “bestu brownie í heimi”.
Maggi var með í ferðinni

Maggi var með í ferðinni

Sigurður vaknaður og kominn til afa

Sigurður vaknaður og kominn til afa

Það er gott að vera hjá afa

Það er gott að vera hjá afa

Bjarki þótti töff í Uppsala

Bjarki þótti töff í Uppsala

Sigurður þótti aftur á móti sérlega hress

Sigurður þótti aftur á móti sérlega hress

Unnur vildi líka vera hressa týpan

Unnur vildi líka vera hressa týpan

Þessi stytti sér stundir

Þessi stytti sér stundir

Bjarki og Sigurður í dómkirkjunni

Bjarki og Sigurður í dómkirkjunni

Sigurður og Unnur sæt saman

Sigurður og Unnur sæt saman

Sigurður og Unnur komin út aftur

Sigurður og Unnur komin út aftur

Halldóra myndaði í gríð og erg

Halldóra myndaði í gríð og erg

Bjarki vagnstjóri

Bjarki vagnstjóri

Kvöldmatur var borðaður í Uppsala, og desert í Stokkhólmi – þessi tveggja hæða súkkulaðiterta sem Unnur bakaði er aldeilis að standa fyrir sínu.
Sigurður kominn heim og ánægður með ferðina

Sigurður kominn heim og ánægður með ferðina

Sunnudagur 16. október 2011

Húsmóðirin er búin að vera á yfirsnúningi í dag, bakandi kanilsnúða og eldandi mat fyrir heila herdeild. Gestirnir virðast vera vel haldnir og hafa kortlagt verslunarmiðstöðina hér í hverfinu rækilega, auk þess sem gerður var út könnunarleiðangur á Drottningargötuna og á Gamla Stan í dag.

Sigurður nývaknaður og hress

Sigurður nývaknaður og hress

Hersingin var ekki fyrr komin út úr lestinni en stúlkurnar hurfu inn í næstu H&M, drengirnir héldu þó ró sinni og röltu um bæinn þar til þeir fundu hamborgara sem þá langaði í. Sigurður hlær mikið þessa dagana, virðist þeirrar skoðunar að þetta sé fyndið lið sem sé komið í heimsókn.
Bjarki og Halldóra lögðust í víking

Bjarki og Halldóra lögðust í víking

Bjarki Snær hefur verið kynntur fyrir snilldinni sem eru þættirnir Firefly, og Óli hefur einsett sér það markmið að kenna barnabarninu að sitja uppréttum í stól á eigin spýtur (til viðbótar við stærðfræðina).
Stíft æfingarprógram

Stíft æfingarprógram

Laugardagur 15. október 2011

Stokkhólmsbúar eru glaðir í dag þar sem afa- og ömmusettið úr Bröttuhlíðinni eru komið í heimsókn, plús einn táningur. Allir skápar eru við það að springa sökum skyndilegs flóðs góðgætis og matvæla að heiman, og Sigurður er búinn að skríkja af gleði í allan dag (þótt Óli hafi tekið upp á því að hefja hér stærðfræðikennslu full snemma að hans mati).

Halldóra með Sigurð í fanginu

Halldóra með Sigurð í fanginu

Þá var kátt í höllinni

Þá var kátt í höllinni

Farið var í göngutúr um hverfið til að kynna gestina fyrir staðarháttum. Bjarki bauðst til þess að verða eftir heima og passa íbúðina. Hún var ennþá á sínum stað þegar við komum til baka og kunnum við honum miklar þakkir fyrir vikið.
Unnur og Sigurður á leið í göngutúr

Unnur og Sigurður á leið í göngutúr

Halldóra og Unnur lagðar af stað

Halldóra og Unnur lagðar af stað

Óli var ekki langt á eftir

Óli var ekki langt á eftir

Halldóra, Unnur, Óli og sérlega sofandi Sigurður

Halldóra, Unnur, Óli og sérlega sofandi Sigurður

Maggi var á myndavélinni

Maggi var á myndavélinni

Unnur og Sigurður sæt

Unnur og Sigurður sæt

Óli hvílir lúin bein

Óli hvílir lúin bein

Föstudagur 14. október 2011

Sigurður var sérlega spenntur í dag þar sem móðir hans á afmæli (Húrra, húrra, húrra!) og hann hafði valið krúttlegt afmæliskort handa henni með lambi japlandi á blómi – drengurinn þekkir sitt heimafólk.

Vaknaður og spenntur fyrir deginum

Vaknaður og spenntur fyrir deginum

Spennan var svo mikil að drengurinn harðneitaði að sofa af ótta við að missa af einhverjum herlegheitum.
Farinn að verða syfjaður um miðjan daginn

Farinn að verða syfjaður um miðjan daginn

Hann réð sig því í vinnu við að bera kassa ásamt föður sínum til að aðstoða nýja nágranna okkar, Arnar og Írisi Björk, sem voru að fá senda búslóð.
Um kvöldið var afmælisboð þar sem Harpa Sif, Sigurjón, Arnar og Íris Björk kíktu í bruschetta, bolludagsbollur (utan venjulegs afgreiðslutíma), rauðvín og Heilaspuna. Opnuð var forláta rauðvínsflaska sem afa- og ömmusettið í Borgartanganum kom færandi hendi í síðustu heimsókn. Sigurður virtist sáttur við að fá ekki sopa, sem er gott.
Sigurður og Íris Björk

Sigurður og Íris Björk

Sigurjón, Harpa og Sigurður

Sigurjón, Harpa og Sigurður

Harpa spjallar við Sigurð

Harpa spjallar við Sigurð

Harpa og Arnar hress, Sigurður ósáttur við að fá ekki bruschettu

Harpa og Arnar hress, Sigurður ósáttur við að fá ekki bruschettu

Sérlega skemmtilegt kvöld og Sigurður fór ekki að sofa fyrr en gestirnir voru að yfirgefa teitið, en var þá líka uppgefinn eftir langan dag og svaf í níu tíma órofið – sem hentaði þreyttum foreldrum prýðilega.

Fimmtudagur 13. október 2011

Í dag var farið í ungbarnaskoðun og bólusetningu. Sigurður var vigtaður 6.61kg og mældur 62cm langur. Hjúkkan var greinilega mikil smekkmanneskja þar sem hún lýsti honum í tvígang sem “fullkomnum” – ég sá enga ástæðu til að andmæla. Tvær bólusetningar sem komu flatt upp á litla manninn, sem lét alla viðstadda heyra það að þetta væri nú barasta dónaskapur og grét örlítið – en pabbaknús lagaði allt sem var að. Hann lét mig engu að síður sitja undir skömmum eftir það og hótaði að klaga mig í mömmu sína.

Miðvikudagur 12. október 2011

Í kvöld fórum við fjölskyldan í mat og spil til nágranna okkar. Maggi trítlaði spenntur af stað með myndavélina, Sigurður dagsins skyldi myndaður þar sem fólk horfði á hann aðdáunaraugum yfir matnum. Minniskortið í vélina var hinsvegar skilið eftir heima, svo þið neyðist til þess að ímynda ykkur Sigga litla að skemmta liðinu (les. liggja á gólfinu og horfa á pásaða mynd af Ross úr Friends aaaðeins of lengi) meðan það borðaði frábæran mat og lagði lestar um Ameríku þvera og endilanga. Hann sofnaði svo í vagninum sínum, svaf alla leið heim og er núna, klukkan kortér í eitt, vaknaður af værum blundi og aðeins of hress. Úps.

Þriðjudagur 11. október 2011

Í dag fór litla fjölskyldueiningin í bæjarferð þar sem fyllt var á birgðirnar af gestakaffi og Sigurður verslaði afmælisgjafir handa móður sinni.

Unnur sæt í bænum

Unnur sæt í bænum

Sigurður skeptískur í bænum

Sigurður skeptískur í bænum

Um kvöldið fór Maggi í fótbolta og kom heim að Sigurði hlæjandi að Desperate Housewives ásamt móður sinni. Veit ekki með þetta.