Miðvikudagur 30. nóvember 2011

Siggi vill endalaust naga böndin á manduca-pokanum, og í staðinn fyrir að vera endalaust að taka þau útúr honum þá pimpuðum við pokann upp með uglu-nagiútbúnaði. Tada! Nagaðu að vild litli maður.

Gula uglan er best. Hún er sítrónu.

Gula uglan er best. Hún er sítrónu.

Þriðjudagur 29. nóvember 2011

Í kvöld fengum við frábæra þjónustu, Arnar og Íris birtust hér með þríréttaða máltíð, og Sigurjón með snarl og drykki, og svo sátum við Maggi bara í sófanum heima hjá okkur á meðan gestirnir elduðu og gerðu og græjuðu. Í aðalrétt var SS-pulsuveisla, en tilefnið var að nú þurfum við því miður að sjá á eftir Sigurjóni aftur heim til Íslands. Þá verður væntanlega ekki hægt að halda fleiri Idol-kvöld því Sigurjón er sá eini sem hefur vit á söng í hópnum, án hans vöðum við bara í villu og svíma (hann var upptekinn síðasta föstudag sem varð til þess að við ákváðum málefnalega að “þessi feita” ætti að fara heim úr Idolinu).

Siggi fékk líka veislumáltíð, hann smakkaði avókadó í fyrsta sinn og var alveg sæmilega sáttur við sinn hlut. Enda var rökkur og barnið sá ekki almennilega hvernig jukkið var á litinn.

avókadónom

avókadónom

Mánudagur 28. nóvember 2011

Í dag skokkuðum við framhjá mollinu, ég til að taka strætó í skólann og Maggi með Sigga í vagni á leið í göngutúr, en þar var bara lögregluteip útum allt, þyrlur á flugi, mollið tómt og lokað og engir strætóar því göturnar voru fullar af lögreglu- og slökkviliðsbílum. Það hafði víst verið framið vopnað rán í gullbúð í mollinu og ræningjarnir skilið eftir grunsamlegan pakka, sprengjusveitin var á svæðinu að fjarlægja hann og leita af sér allan grun um að það leyndust fleiri á staðnum. Þvílík læti. Pakkinn reyndist meinlaus og nú er allt komið í samt lag í hverfinu á ný, en þetta hafði af Magga kaffibolla og ég varð að taka pendeltåg í fyrsta sinn síðan ég flutti hingað til að komast á bókasafnið. (Óli: Pendeltåg er eins og stór neðanjarðarlest nema mikið minna neðanjarðar. Mjög vinaleg og hraðskreið. Þú hefðir fílað hana.) Er sprengjuvesen einhver árleg jólahefð hérna í Stokkhólmi? Mér er ekki skemmt, en þetta var þó sem betur fer mikið meinlausara en í fyrra.

Sunnudagur 27. nóvember 2011

Hætt var við fyrirætlaða ferð til Gävle í dag þar sem Unnur fékk vott af magapest í gærkvöldi og Maggi í morgun. Áætlunin hafði verið að skoða jólahafurinn góða og kíkja á jólamarkað með Arnari og Írisi. Þegar í ljós kom hvað það var ömurlegt veður í dag virtust allir ánægðir með útkomuna. Í staðinn fyrir ferðina bauð Sigurður upp á bruschettu og farinn var leiðangur á kaffihús þegar öllum var farið að líða betur.

Sigurður í forláta peysu frá Ásu ömmusystir

Sigurður í forláta peysu frá Ásu ömmusystir

Laugardagur 26. nóvember 2011

Myndir frá fjórða degi Frakklandsferðar.

Lítið krúttlegt hús

Lítið krúttlegt hús

Gistum í hverfi 20

Gistum í hverfi 20

Stytta af Édith Piaf, á torgi nefndu eftir henni

Stytta af Édith Piaf, á torgi nefndu eftir henni

Sáum Moulin Rouge

Sáum Moulin Rouge

Unnur komin inn í kirkju

Unnur komin inn í kirkju

Veggjalist í ástargarðinum

Veggjalist í ástargarðinum

Þar sem þetta ástríka listaverk er að finna

Þar sem þetta ástríka listaverk er að finna

Þessi fann vatn

Þessi fann vatn

Hlaupið í garðinum

Hlaupið í garðinum

Endalaus gata í París

Endalaus gata í París

Unnur á leið upp tröppur í átt að Sacre Coeur

Unnur á leið upp tröppur í átt að Sacre Coeur

Sacre Coeur í öllu sínu veldi

Sacre Coeur í öllu sínu veldi

Horft yfir Montmartre frá Sacre Coeur

Horft yfir Montmartre frá Sacre Coeur

Horft upp til Sacre Coeur

Horft upp til Sacre Coeur

Fundum frábæran lítinn pizzastað

Fundum frábæran lítinn pizzastað

Í hugglegri götu

Í hugglegri götu

Skemmtileg hús í París

Skemmtileg hús í París

Kirkjur á hverju götuhorni

Kirkjur á hverju götuhorni

Englar á þaki Academie Nationale de Musique

Englar á þaki Academie Nationale de Musique

Fleiri englar

Fleiri englar

Þungt hugsi stytta í bankahverfinu

Þungt hugsi stytta í bankahverfinu

Unnur með "Nei ég er ekki týnd" svipinn sinn

Unnur með "Nei ég er ekki týnd" svipinn sinn

Fundin aftur

Fundin aftur

Maggi fannst líka

Maggi fannst líka

Einn af mörgun turnum sem við sáum

Einn af mörgun turnum sem við sáum

Gosbrunnur fyrir utan Ráðhúsið

Gosbrunnur fyrir utan Ráðhúsið

Rósa og Unnur hressar

Rósa og Unnur hressar

Fórum út að borða með gestgjöfnum, Renaud og Rósu

Fórum út að borða með gestgjöfnum, Renaud og Rósu

Fundum lítinn og huggulegan veitingastað

Fundum lítinn og huggulegan veitingastað

Á leið heim eftir langan en góðan dag

Á leið heim eftir langan en góðan dag

Föstudagur 25. nóvember 2011

Föstudagshefðin heldur áfram með Idol-kvöldi, að vísu fámennara en áður þar sem Arnar er á Íslandi, Harpa er að spila handbolta (og er á leiðinni á HM í Brasilíu!) og Sigurjón er að taka á móti gestum sjálfur. Við Unnur, Sigurður og Íris snæddum forláta lasagna, súkkulaði í lange baner og ræðum frammistöðu keppenda. Sigurður er sofnaður núna og stúlkurnar virðast hafa komið á laggirnar saumaklúbb sem ræðir barneignir frá öllum hliðum.

Sigurður dagsins

Sigurður dagsins

Miðvikudagur 23. nóvember 2011

Siggi var svo pirraður í dag að ég þurfti á einum tímapunkti að taka hann af Magga, sem var búinn að opna gluggann og var að miða honum út. Í kjölfarið af þessum nýja pirringi, og órólegum svefni síðustu nætur höfum við ákveðið að prófa að gefa drengnum smá graut á morgun. Ég er mögulega aðeins of spennt.

Þriðjudagur 22. nóvember 2011

Í dag fór Siggi að velta sér af maganum yfir á bakið. Ef hann lærir fljótlega að velta sér af bakinu yfir á magann erum við í klandri, þá fer maðurinn að geta velt sér út um allt! Þurfum að sauma lóð í fötin hans eða eitthvað…

Sigurður dagsins er nýbaðaður og ferskur

Sigurður dagsins er nýbaðaður og ferskur

Nomnomnom

Nomnomnom

Mánudagur 21. nóvember 2011

Fórum í göngutúr um hverfið í dag og enduðum á kaffihúsi þar sem Unnur lærði, Sigurður hló og Maggi las.

Unnur í göngutúr

Unnur í göngutúr

Kista turninn

Kista turninn

Hittum lítið ljón sem vildi láta klappa sér

Hittum lítið ljón sem vildi láta klappa sér

Greinilega stórhættulegt ljón

Greinilega stórhættulegt ljón

Ánægt ljón

Ánægt ljón

Jebb, 21. nóvember í Stokkhólmi

Jebb, 21. nóvember í Stokkhólmi

Laufin farin að falla, en grasið helst grænt

Laufin farin að falla, en grasið helst grænt