Sunnudagur 19. febrúar 2012

Boðið var til kvöldverðar í tilefni afmælis á heimilinu og snæddu gestir dýrindis lambahrygg, kartöflugratín og gómsæta afmælistertu.

Afmæliskaka!

Afmæliskaka!

Sigurður hafði náð að draga móður sína út í verslunarleiðangur og færði föður sínum stoltur afmælisgjöf sem hann hafði heillast af í búðinni.
Sigurður og afmælissokkarnir.

Sigurður og afmælissokkarnir.

Hann er svo hugulsamur þessi elska.

Laugardagur 18. febrúar 2012

Rólegur dagur í Stokkhólmi. Helst dró til tíðinda þegar foreldraeiningin mótmælti úrslitum undankeppni Melodifestivalen þar sem sammælst var um að skandall hefði átt sér stað (sem prentmiðlar staðfestu daginn eftir). Sigurður lét sér fátt um finnast og virðist ekki hafa erft áhuga móður sinnar á söngvakeppnum.

Sigurður dagins

Sigurður dagins

Föstudagur 17. febrúar 2012

Maggi vaknaði skjálfandi í morgun og skrækti að hann þyrfti panodil hot. Við Siggi innsigluðum pestargemlinginn inni í svefnherbergi og fórum fram að bralla. Uppúr hádegi skreið maðurinn á fætur og lýsti sig nógu hressan til að ráða við afkvæmið meðan ég skryppi í svefnpoka- og matarstólsinnkaupaleiðangur. Ég var fjóra tíma að taka alls fjóra strætóa, og fara í tvær búðir, og leið eins og ég hefði bjargað mannkyninu. Eins og mér finnst gaman að fara stelpuferðir í Ikea og barnabúðir þá er mannskemmandi að gera þetta einn. Sjálfsvorkunn lokið. Siggi er alsæll með stólinn sinn, en samt hálffúll í allan dag yfir því að þurfa stundum að dunda sér sjálfur, enda töluvert færri hendur í boði en áður til að taka hann upp. Held hann sakni ammanna og afanna á Íslandi.

Mæðgin skítamixa liggja-á-bakinu æfinguna, Sigga finnst hún pein.

Mæðgin skítamixa liggja-á-bakinu æfinguna, Sigga finnst hún pein.

"Að þið skulið láta þetta viðgangast. Hvað ef ég dett?? Óábyrga pakk."

"Að þið skulið láta þetta viðgangast. Hvað ef ég dett?? Óábyrga pakk."

"Huh?"

"Huh?"

 

Sund-Siggi

Sund-Siggi

Fimmtudagur 16. febrúar 2012

Fjölskyldan komin aftur til Stokkhólms eftir langa dvöl á Íslandi þar sem afar og ömmur kepptust við að stjana við fjölskyldumeðlimi.

Siggi afi skutlaði á völlinn

Siggi afi skutlaði á völlinn

Þreyttir Skemmtielgir á farandsfæti, þó ekki jafn þreyttir og við komu á heimilið í Svíþjóð.
Skemmtielgir í ferðahug

Skemmtielgir í ferðahug

Sigurður fékk lánaðan vagn á flugvellinun en gat ekki fest sig í honum. Hann brá því á það ráð að fá lánað belti hjá föður sínum og nota sem öryggisbelti.
They see me rollin, they hatin.

They see me rollin, they hatin.