Laugardagur 17. mars 2012

Sigurður prufaði rólu í fyrsta sinn í dag, það sló heldur betur í gegn. Síðan var farið í sund og ný sundlaug prófuð – mun betri en sú síðasta og Sigurður hló allan tímann! Fórum og hittum Arnar á kaffihúsi því næst (vorum einum og hálfum klukkutíma of sein, sorry Arnar!) og svo saman út að borða á hrikalega góðum sushi-stað. Frábær dagur.

Fimmtudagur 15. mars 2012

Ný tönn komin í hús hjá Sigurði og foreldrasettið telur sig hafa séð hann skríða áfram en ekki bara aftur á bak. Jafnframt virðist Sigurður vera að æfa sig fyrir hlutverk sem söngvari í mjög reiðu metalbandi, öllum til ómældrar ánægju.

Sigurður tanngargari

Sigurður tanngargari

Þriðjudagur 13. mars 2012

Gestaafmælisdagur! Halldóra heldur upp á stórafmæli í Stokkhólmi, sem okkur leiðist ekki. Afmælisdagurinn hefst á því að Sigurður ryðst inn til ömmu sinnar með látum og syngur fyrir hana afmælissönginn.

Sigurður afmælisboði

Sigurður afmælisboði

Halldóra fékk gjöf sem var í ótrúlega skemmtilegum poka!

Halldóra fékk gjöf sem var í ótrúlega skemmtilegum poka!

Afaknús

Afaknús

Afmælisbrunch og afmæliskaka. Afmælisrisaeðla!
Afmælisrisaeðla og prinsessukaka

Afmælisrisaeðla og prinsessukaka

iAfmælispakki

iAfmælispakki

Fyrr en varði var Halldóra farin að spóka sig um í nýju Karen Millen flíkinni sinni, sveiflandi nýja iPad’inum sínum eins og herforingi og heimtandi aðra tertusneið.
Sigurður kominn á enn einn veitingastaðinn

Sigurður kominn á enn einn veitingastaðinn

Um kvöldið var haldið niður í bæ á veitingastaðinn Gondolen þar sem snæddur var dýrindis kvöldverður við stórfenglegt útsýni af elleftu hæð.
Mæðgurnar á afmælisdeginum

Mæðgurnar á afmælisdeginum

Afmælismatarboðsgestir

Afmælismatarboðsgestir

Mánudagur 12. mars 2012

Sigurður lagði fram beiðni um að fá að dúlla sér heima í rólegheitunum í dag eftir allan flækinginn í gær, og varð Maggi því eftir heima með honum meðan Unnur fór niður í miðbæ með gestunum. Allir komu heim klyfjaðir pokum, svo við gerum ráð fyrir að þetta hafi verið ferð til fjár – í það minnsta fyrir kaupmennina.