Dagur 114

Sátum og horfðum á prýðilegan þátt um Stokkhólm, þar sem Jamie Oliver kynnir sér matarmenningu og ýmsa skondna siði innfæddra. Þar á meðal var Kräftskiva, nokkurs konar humarhátíð – þar sem Kräfta er snædd langt fram á nótt. Unnur táraðist af hlátri þegar hér var komið, henni þótti Svíarnir svo fyndnir með litlu partýhattana og schnappsglösin sín. Hún kallaði þetta ítrekað “litlu rækjuveisluna”, sem við ætlum ekki að segja innfæddum – af ótta við að fá ekki að koma aftur inn í landið ef við skyldum nú einhvern tíman hætta okkur til Íslands aftur.
Jólaskrautið var skjalfest með myndavél:

Hundmundur hress með jólahúfuna

Hundmundur hress með jólahúfuna

Sænska jólakúlan

Sænska jólakúlan

Kertanissarnir góðu, hressir að vanda

Kertanissarnir góðu, hressir að vanda

Glaði jólastubburinn á sínum stað

Glaði jólastubburinn á sínum stað

Tilraun dagsins: Heitt súkkulaði (dökkt+hvítt)

Tilraun dagsins: Heitt súkkulaði (dökkt+hvítt)

3 thoughts on “Dagur 114

  1. hí hí ég á myndir af Fjalari í kräftskivu! með smekik og alles.. þú mátt sjá þær ef þú kemur til íslands til þess!

Comments are closed.