Dagur 116

Nú eru hvorki fleiri né færri en 6 schtuck vinir og vandamenn í bænum og nóg við að vera. Ég skilaði prófinu mínu í dag og get nú um frjálst höfuð strokið í nokkra daga og notið félagsskaparins. Mögulega keypt nokkrar jólagjafir, þessi jól eru búin að læðast ferlega aftan að mér. Maggi er í fullri vinnu við að fæða og þrífa eftir allan kerlingaskarann, og mollið verður lokað á morgun til að fylla á lagerinn eftir að frænkunum var sleppt lausum þar í dag. Ég eyddi svo kvöldinu við baunabuffsát og kokteiladrykkju á írskum pöbb með vinkonunum meðan Maggi sinnti frænkunum, við verðum að skipta liði til að dekka allar vígstöðvar! En mikið er ég líka orðin sybbin eftir þennan viðburðaríka dag, það verður ekki erfitt að sofna í kvöld…

2 thoughts on “Dagur 116

Comments are closed.