Dagur 120

Í morgun sat ég þann leiðinlegasta fyrirlestur sem ég hef setið á ævinni (í flokknum “Fyrirlestrar á máli sem ég aksjúallí skil”), og var svo andlega brotin þegar ég kom heim að Maggi sá sér þann kost vænstan að vippa mér útí moll að kaupa nokkrar jólagjafir. Þar tók ég snarlega gleði mína á ný, en Maggi hinsvegar týndi sálinni. Það verður ekki á allt kosið í henni veröld. Á meðan hann jafnaði sig fór ég í jólaprjónaklúbb og gerði mitt besta til að losa Stokkhólmsborg við pláguna sem er mandarínur (með því að skófla þeim öllum í andlitið á mér). Ekkert að þakka Svíþjóð.