Dagur 123

Leitin að besta hamborgara Stokkhólms hélt áfram í dag, með eintaki sem lofaði góðu á matseðlinum. Þar var honum lýst sem stórfenglegum munnbita með sólþurrkuðum tómötum, beikoni og BBQ-sósu. Maginn hrópaði húrra og ég hoppaði hæð mína. Borgarinn var prýðilegur, en eitthvað var ekki alveg sem skyldi.

Svona lítur sólþurrkaður tómatur ekki út.

Svona lítur sólþurrkaður tómatur ekki út.

Annars er Skemmtielgurinn að fara í jólafrí til Íslands og leggst bloggið því í dvala meðan á dvölinni stendur. Heil ferðataska full af jólagjöfum komin, ekki víst að við náum að pakka helstu nauðsynjum niður (sokkar, nærur og tannburstar verða víst að bíða okkar hérna úti).
Gleðileg jól og farsælt komandi ár öll sömul,
Maggi og Unnur

One thought on “Dagur 123

Comments are closed.