Dagur 132

Áfram snjóar í Stokkhólmi, líkt og enginn sé morgundagurinn. Það er svo sem ágætt þegar maður getur setið heima í sófanum undir hlýju teppi – en vesalings Unnur þarf að fara á bókasafnið þar sem enn bolar ekkert á nýja routernum, og hún þarf nettengingu fyrir heimaprófið sitt. Bókasafnið er nokkrum gráðum heitari en snjórinn úti, sem þýðir að Unnur er svo mikið dúðuð að ég held hún hafi farið út í öllum fötunum sínum í morgun. Náði ekki mynd af því, en hér er mynd af sænskum snjó.

Sænskur snjór.

Sænskur snjór.