Dagur 134

Bloggað með dofinn rass á púða á gólfinu við forstofuvegginn.

Heimaprófi skilað.
Síðasta kúrsi náð svo möguleiki á að fá kannski námslán fljótlega.
Maggi að tapa geðheilsunni yfir stóra rátermálinu.
Algjört andleysi á bænum eins og er en það skiptir ekki máli því HELGARFRÍ. (Hjá mér. Maggi er ennþá að skrifa ritgerð.)
Missjón helgarinnar:
– Kaupa í skemmtilegt handavinnuverkefni (og fela vandlega allt hálfklárað sem ég nenni ómögulega að sinna eins og er)
– Beita hugarorkunni til að bræða snjóinn á hlaupaleiðinni minni
– Borða stjórnlaust til að bólstra rassinn, sem er orðinn mjög aumur af setu á gólfinu við heimaprófið í dag

One thought on “Dagur 134

  1. Ég var að hengja upp þvottinn og hugsaði allan tíman til þín á meðan…..
    Mig vantar svo Unnsluna mína:(

Comments are closed.