Dagur 135

Miðað við að heimamenn hafi verið að spila á HM í handbolta þurfti merkilega miklar fortölur til að sportbar hverfisins fengist til að sýna leikinn, sjónvörpin virðast sjálfkrafa leita uppi íshokkí og fótbolta eftir hverjar fimm mínútur af handbolta. Það hafðist þó á endanum og við horfðum á spennandi leik ásamt Hörpu. Af sportbar að vera voru þeir með slappa hamborgara, og það tók 10 mínútur og 5 beiðnir að fá fleiri vatnsglös á borðið okkar.

Eftir leikinn var haldið heim þar sem spilað var Ticket to Ride meðan við biðum eftir og horfðum síðan á Ísland – Brasilía. Ísleningar unnu leikinn og heimamenn unnu spilin, sem við vonum að hafi ekki eingöngu verið af því að Harpa var mjög einbeitt að fylgjast með leiknum.

Þurfum að gefa sportbarnum annað tækifæri, sennilega bæði með Ísland – Noregur og svo einhverjum leik með heimamönnum.

One thought on “Dagur 135

  1. Gott að þið skylduð vinna núna, mér fannst einhver sárindi eftir síðasta spil.

Comments are closed.