Dagur 137

Allt með rólegasta móti hjá okkur í dag. Unnur smakkaði semlur og sá til þess að fylla þyrfti á rekkana á útsölunum. Um kvöldið var stuðningsliðið mætt í sófann þegar Ísland sigraði Japan með flugeldasýningu.

Svíar halda Semludaginn (Fettisdagen) hátíðlegan þann 8. mars í ár, en virðast ætla að byrja að borða bollurnar sem allra fyrst og halda því svo áfram fram að Semludeginum sjálfum. Styð það. Þarf að gera út leiðangur og prufusmakka.

One thought on “Dagur 137

  1. Skrítnir þessir Svíar, halda upp á bolludaginn á sprengidaginn! Hvað verður það næst? Og hvað gera þeir þá á bolludaginn?

Comments are closed.