Dagur 138

Í dag á ég að blogga því ég gerðist svo kræf að fara útúr húsi, ólíkt Magga. Greinilega ný regla. Ég fór í skólann og fékk hópverkefni með sænskri skólasystur minni, sem krefst þess meðal annars að við lesum sitthvora skýrsluna, á sænsku, fyrir morgundaginn. Besta mál, hún segir mér að hún sé búin að skoða þær, þær séu jafn langar og velur sér aðra þeirra. Ég fer þá heim og á netið að skoða mína, og kemst að því að mín er 450 blaðsíður, en hennar, sem talar sænsku að móðurmáli, 150 bls. Ég hef lent í klónum á sænskum svikahrappi, og hef augljóslega ekki tíma fyrir blogg.