Dagur 140

Við horfum á landsleikina á netinu á meðan við hlustum á lýsinguna með Audda og félögum á “Í blíðu og stríðu” síðunni. Sá böggull fylgir skammrifi að myndin er ca 5 sekúndum á eftir lýsingunni þeirra, svo við vitum alltaf hvort sóknin eða vítið enda með marki eða ekki áður en við höfum tíma til að fara á límingunum af spenningi. Við verðum sennilega einu Íslendingarnir sem verða ennþá sæmilega heilir á geði eftir þetta mót.