Dagur 142

Erfitt að blogga um daga þegar ekkert gerist. Í dag sat ég í sófanum allan daginn og prjónaði. Maggi sat við hliðina á mér og skrifaði ritgerð. Svo horfðum við á handboltann, elduðum og borðuðum súpu. Dagskrá kvöldsins er að horfa á eitthvað skemmtilegt og fara svo að lúra. Ekki mjög spennandi bloggefni, en einstaklega rólegur og huggulegur dagur. Einstaka sinnum er svo ágætt að gera bara sem allra minnst.

One thought on “Dagur 142

  1. Það er nauðsynlegt að eiga svona daga annað slagið. Skrapp reyndar á kaffihús svo ég myndi ekki úldna heima.

Comments are closed.