Dagur 143

Í dag fékk Maggi dagsleyfi útúr hverfinu, í fyrsta sinn síðan við komum aftur til Svíþjóðar eftir jólin. Hann var að vonum glaður, og ekki síður þegar hann var kominn með fullan munn af nautasteik og bernaise. Ég mútaði honum svo með bananasplitti til að fá hann aftur upp í lest og heim til Kista. Delúx sunnudagur.

4 thoughts on “Dagur 143

  1. Og ég sem hélt eitt augnablik að Maggi hefði sýnt sparihliðar í eldamennskunni þegar ég sá minnst á nautasteik og belgíska súkkulaðiköku á Facebook. En maður má víst ekki biðja um of mikið. Hann kann þó að setja í þvottavél.

    • Mér finnst ekki eiga að setja of mikið gildi í það að kunna á þvottavélina. Mögulega af því ég kann ekki á hana. Engu að síður.

    • Við erum samt soddan lúðar að við vorum með afsláttarmiða/gjafamiða fyrir báðum steikunum, urðum eiginlega að kaupa eftirrétt til að vera ekki óþolandi kúnnar kvöldsins! En þetta voru rosalega góðar steikur, vorum mjög ánægð.

Comments are closed.