Dagur 144

Fyrsti skóladagur nýrrar annar á morgun, verður hressandi að mæta aftur á fyrirlestur. Hressandi að lesa skemmtilegt námsefni eftir að hafa horft á landsleikinn gegn Spáni. Lýsing þeirra Simma og Jóa á ibs.is fær prik fyrir að gera tapleikinn bærilegan áhorfs.

Prufukeyrði nýtt kaffihús í gær og aftur í dag, sérlega prýðilegt. Næst besta kaffið í hverfinu, rétt tapar fyrir Kahls kaffiversluninni sem er á sama gangi í verslunarmiðstöðinni (en þar er ekki hægt að setjast niður með kaffibolla og læra). Ekkert þráðlaust net, en það kemur sér eiginlega bara frekar vel þegar maður þarf að halda sér við efnið.

Erum ennþá södd eftir að hafa farið út að borða í gærkvöldi.