Dagur 146

Ég er búin að vera að lesa hlaupabókina góðu sem Sylvía gaf mér í afmælisgjöf, og er orðin alveg viðþolslaus að hlaupa úti. Ég er meira að segja með þessa líka fínu mannbrodda alveg tilbúna á útihlaupaskónum. En það verður bara kaldara og kaldara með hverjum deginum, og eins ágætt og það er að hlaupa úti í kulda þá dreg ég mörkin við það að hlaupa með frosin nefhár. Ég er opinberlega búin að gefast upp á að hlaupa á hlaupabrettinu í ræktinni (en búin að senda harðort kvörtunarbréf á gymmið vegna hneykslanlegrar staðsetningar hlaupabrettanna, ég get ekki hlaupið 15 cm frá minni eigin spegilmynd, það særir sómatilfinningu mína) svo ef nefhárin þiðna ekki fljótlega fer ég að neyðast til að grípa til örþrifaráða eins og að læra á skíði. Guð forði okkur.