Dagur 147

Í dag fórum við Harpa í könnunarleiðangur um föndurbúðir Stokkhólms (bara afsökun fyrir að fara í göngutúr og fá okkur kaffi). Ég sá ýmislegt sem fékk mig til að óska þess að ég væri duglegri föndrari, og minna dugleg við að líma puttana á mér saman og fasta við annað eyrað. Kannski þegar ég verð fullorðin. Svo um leið og ég skildi við Hörpu þá týndist ég í miðbænum og ráfaði framhjá mörgum lestarstöðvum áður en ég fann loksins þessa einu sem ég var búin að bíta í mig að mér þóknaðist að taka lestina frá. Var frekar hrakin þegar ég kom heim, en með smá föndurdót í poka sem fékk mig fljótt til að gleyma kuldanum. Nú á hinsvegar bara að hlýna á okkur næstu daga (ég sá meira að segja nokkrar rauðar tölur í langtímaspánni fyrir næstu viku!), sem er ekki nema sanngjarnt þar sem mér skilst að á tímabili hafi verið 20°c heitara á Íslandi en í Stokkhólmi, -10 hér og 10 þar!!