Dagur 148

Dádýrskálfarnir virðast vera farnir að færa sig upp á skaftið. Í dag lá einn þeirra í mestu makindum og horfði á lestina keyra framhjá sér, líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Þeir verða eflaust komnir um borð í lestina innan skamms.

Harpa kom í heimsókn með innflutta randalínu, og þær Unnur efndu til prjónastundar yfir handboltaleiknum. Já og jólaskrautið var tekið niður í dag, að Grísmundi II undanskildum – hann vill víst vera uppi við eitthvað lengur.

Tvífari Grísmundar II

Tvífari Grísmundar II