Dagur 171

Í gær fórum við til Uppsala í tilefni þess að veðrið var gott, okkur langaði til þess og Maggi átti afmæli. Fengum frábært ferðaveður; heiðskýrt, logn, glampandi sól … og -20°C hitabeltisveður.

Unnur í góða veðrinu

Unnur í góða veðrinu

Maggi orðinn 28 ára!

Maggi orðinn 28 ára!

Það hefur nokkrum sinnum orðið allsvakalega kalt í vetur, kalt þannig að maður finnur fyrir því inn að beinum eftir smá stund – kalt þannig að nefhárin frjósa. Í gær var það svo kalt að þetta gerðist um leið og við opnuðum útidyrnar.
Glampandi sól í Uppsala

Glampandi sól í Uppsala

Við tókum lestina frá Stockholm Centrum til Uppsala og mættum í enn meiri kulda. Svo kalt að einn af fyrstu innbyggjunum sem við hittum var frosinn broddgöltur.
Unnur og frosni broddgölturinn

Unnur og frosni broddgölturinn

Laufblöð í Uppsala voru frosnari en í Stokkhólmi

Laufblöð í Uppsala voru frosnari en í Stokkhólmi

Við sáum glitta í turnana á Dómkirkjunni frá lestarstöðinni og röltum í átt að henni. Á leiðinni rákumst við á ýmislegt fallegt og skemtilegt.
Skemmtilegur ljósastaur

Skemmtilegur ljósastaur

Frosin dama

Frosin dama

Gangandi skilti (fyrir Ásu)

Gangandi skilti (fyrir Ásu)

Maggi í huggulegri bókabúð

Maggi í huggulegri bókabúð

Glittir í Dómkirkjuna

Glittir í Dómkirkjuna

Unnur fann furðulegt orð utan á húsi.
HISFRFMNTG

HISFRFMNTG

Skrýtnir þessir Svíar…
Dómkirkja í prófíl

Dómkirkja í prófíl

Organistaplága

Organistaplága

Organistinn virðist ekki hafa fengið að ganga laus, en við heyrðum hann spila.
Frosnir skemmtielgir

Frosnir skemmtielgir

Fundum sætt kaffihús og hlýjuðum okkur þar, með kaffibolla og nýjar bækur.
Maggi og Banksy

Maggi og Banksy

Unnur og Adrian Mole

Unnur og Adrian Mole

Þegar við höfðum náð mesta kuldanum úr okkur var farið að rökkva og því tilvalið að skoða ísskúlptúrasýninguna.
Skrautlýst skautasvell með höllina í bakgrunni

Skrautlýst skautasvell með höllina í bakgrunni

Afmælisskúlptúr

Afmælisskúlptúr

Kona í köldum vindi?

Kona í köldum vindi?

Snjóköttur

Snjóköttur

Rjóðir skemmtielgir

Rjóðir skemmtielgir

Þegar við vorum alveg hætt að finna fyrir nefum, eyrum og útlimum var rölt í áttina að Villa Romana þar sem við áttum pantað borð.
Sáum Magnussons á leiðinni

Sáum Magnussons á leiðinni

Villa Romana

Villa Romana

Góður matur og betri félagsskapur, yndislegt að hlýja sér eftir daginn áður en haldið var heim á leið. Eftir að hafa tekið okkur góðan tíma í matinn röltum við niður að lestarstöðinni, með stoppum hér og þar til að forðast frostbit. Kvöddum broddgöltinn og tókum lestina heim.
Broddgölturinn virtist mun upplýstari i lok dags

Broddgölturinn virtist mun upplýstari i lok dags

Frábær dagur – og mikið afskaplega var gott að koma heim í hlýjuna að kvöldi dags, og sofa út í morgun!
Allar myndir dagsins:

3 thoughts on “Dagur 171

  1. Mig langar að afsaka gimpalegu húfuna mína, sem er vandræðalega lík sundhettu. Eina húfan sem ég fann á leiðinni út um morguninn var semsagt hlaupahúfan mín. Vandræðalegt.

  2. Hæ þið þarna! Ég er svo léleg að vera í sambandi að það er alveg ferlegt, en það eruð þið líka svo að það núllast út, haha! Æði pæði að geta fylgst með ykkur í gegnum bloggið. Kveðjur frá Akureyri :-)

Comments are closed.