Dagur 175

Mamma var að tilkynna komu sína og Ellu til Stokkhólms eftir bara tvær vikur. Tvær vikur!! Ég er svo spennt að það er eins gott að þetta var ekki ákveðið fyrr, ég hefði farið yfirum. Nú er bara að muna að kaupa góðu sykurmolana áður en dömurnar mæta.

PS. Þetta er örugglega sætasta barnabók sem er til, við gætum neyðst til að kaupa hana “handa unganum”.

3 thoughts on “Dagur 175

  1. “Handa unganum” minnir mig á tveggja dætra föðurinn sem horfði dáleiddur á fjarstýrða bílinn í búðarglugganum og sagði stundarhátt: “Rosalega held ég að stelpurnar hefðu gaman af þessum”.

    Annars eru bækurnar um Pettson og Findus (frænda Hafliða) óborganlegar, bókin um refaveiðina þeirra hefur eflaust verið lesin svona þúsund sinnum fyrir strákana.

    • Refaveiðin verður örugglega lesin fyrir “unga litla” þegar þar að kemur.

  2. ég mæli með því að þú kaupir þessar bækur úti, þið þýðið bara jafnóðum og þið lesið, þær eru nebbla ekki fáanlegar á ísl.

Comments are closed.