Dagur 176

Orð dagsins er “Barnavagn”.

Hvað á maður að varast? Hverju er maður helst að leita að? (Fjórhjóladrifnir? Sexhjóladrifnir? Fjarstýrðir? Þrjú eða fjögur dekk?)

Allar ábendingar og reynslusögur vel þegnar.

5 thoughts on “Dagur 176

  • Einmitt ekki. Við leituðum ráða á sænska (og íslenska!) barnalandinu, en komumst að því að allir mæla bara með nákvæmlega því sem þeir eiga sjálfir, svo það er ekkert að marka það. Héldum að við ættum kannski klára vini og ættingja með góð ráð í staðinn. Meiri frumskógurinn.

   • Fyrst þarf að átta sig á hvernig maður ætlar að nota vagninn.
    Það er kannski ekki svo auðvelt með fyrsta barn.
    Spurning um að “skoða og prufukeyra”. :o)

 1. ég tók þarna ” ódýrasti vagninn í búðinni” tæknina. hún virkaði vel f. mig enda kostar svona tryllitæki yfir 100 fjólubláa peninga hérna á klakanum

 2. Það er svo gífurlega mikið úrval núna að ég myndi ekki leggja í þetta :D Hægt að fá voða fancy kerrur sem hægt er að festa á burðarrúm og bílstóla og seinna þá kerrusæti, allt á sömu grindina, samt hrikalega dýrt (og seinna er hægt að festa systkinasæti undir) en þetta eru Phil and Teds (ég á ekki svoleiðis sjálf því það kostar aðeins meira en 100þús kallinn hehe) En þetta er þá svona all in one stemming :D

  En svo þarf bara að skoða hvað þið viljið, bara vagn-vagn (sem er bara þá burðarrúm) eða Vagn sem hægt er að breyta í kerru. Eða kerru m/burðarrúmi :D

  Ég færi nú líka að skoða bílstóla ;) það er annar stór frumskógur líka :D

Comments are closed.