Dagur 178

Í dag fórum við í heimsókn til alvöru Svía! Á alvöru sænskt heimili! Okkur var meira að segja boðið uppá sænska kanilsnúða og piparkökur! Við vorum svo spennt og upprifin yfir menningarupplifuninni að við gleymdum alveg mannasiðunum og stoppuðum í þrjá tíma. Þaulsetna fólkið. Foreldrar leigusalans okkur buðu okkur að kíkja í kaffi einhvern daginn þegar við komum í ágúst, og við vorum fyrst að koma því í verk í dag. Hefðum átt að vera löngu búin að kíkja á þau, indælis fólk með indælis bakkelsi.

4 thoughts on “Dagur 178

    • Fyndið, við fengum einmitt kleinuhringi, eplafyllta og vanillukremfyllta. Þeir voru reyndar ekki með neinu gati í miðjunni, svo gestgjafarnir eru sennilega takmarkaðar skyttur…

        • Ég ætlaði að segja þeim að þetta væru bollur en hafði það ekki í mér. Voru svo sæl með “munkana” sína.

Comments are closed.