Dagur 179

Í kjölfar Smallworld spilamennsku á heimilinu hafa risið eyrnatengdar deilur sem sér ekki fyrir endann á. Í spilareglum stendur að sá byrji sem er með oddhvassari eyru. Við erum greinilega ekki fær um að leysa málið okkar á milli, og viljum því biðja ágæta lesendur þessa bloggs að kjósa. Til að gæta sanngirni og hlutleysis munum við ekki gefa upp hvort okkar á hvaða eyra, en segið okkur nú hvort þeirra er oddhvassara:

Eyra A

Eyra B

11 thoughts on “Dagur 179

 1. Ég verð víst að segja Eyra A kæra frænka þó svo að öllu jafna myndi ég nú halda með þér:)

  • Þetta eiga að vera sérstaklega meðhöndlaðar myndir sem koma í veg fyrir það að hægt sé að greina hvort okkar er á A og B.

   Ef þú telur þig vita hvort er hvort er greinilega einhver leki úr innra upplýsingakerfi heimilisins sem þarf að rannsaka!

 2. ég held að eyra A hafi forskot. það er aðeins innra-oddhvassara en eyra B.

  annars sé ég að þið hjú eruð með einstaklega rúnuð eyru

 3. Sýnist nú A hafa vinninginn :D

  Er þetta skemmtilegt spil ? við eigum ennþá alltaf eftir að taka okkar upp úr plastinu :D

 4. Eyra A er með örlítið hvassari brún þarna innan í eyranu. Ég held að eyra A hafi svindlað og hafi jafnvel skorið örlítið hak inní eyrað bara til að sigra þessa keppni.
  En mikið hafið þið annars fögur eyru, það er ekki hægt að neita því.

 5. Mér finnst eyra A alls ekkert oddhvasst!! Það er aldrei talað um innra eyra í lýsingunni hver á byrja……
  Eyra B hefur klárlega vinninginn:)

 6. Mér sýnist eigandi eyra A vera að búa sig undir mottumars.
  Ef eigandi eyra B setur eyrnalokk í eyrað – getur það þá ekki gengið sem oddhvasst eyra?

 7. Ég giska á að eyra A sé Gimli og eyra B sé Legolas. Af hverju er engin mynd af eyrunum á ykkur?

  • Það þarf auðvitað ekki að taka fram að í keppni um oddhvassasta eyrað vinnur álfurinn alltaf.

Comments are closed.