Dagur 204

Í dag er sænskur vöffludagur. Við erum ekki búin að búa hér heilt ár, en þetta er samt þriðji þemadagurinn helgaður bakkelsi sem við er otað að okkur. Eftir að hafa fagnað bæði kanelsnúðadegi og bolludegi með pompi og prakt er okkur farið að líða svolítið eins og Svíinn sé að fífla okkur (sérstaklega eftir að við sáum að þeir setja lax og rækjur á vöfflurnar sínar), svo við gáfum deginum bara fingurinn og héldum áfram próflestri.

Við afrekuðum líka að skrá okkur á námskeið þar sem ég mun læra að koma unganum í heiminn á friðsælan og dömulegan hátt eins og lótusblómið sem ég er, og Maggi mun læra að halda goggi og vera ekki til leiðinda meðan á fæðingu stendur. Og eitthvað um öndun og fæðingarstellingar og stöff.

2 thoughts on “Dagur 204

  1. Ég hefði nú ekki staðist þessar vöfflur, ansi girnilegar lýsingar.

    • Ég er svo forpokuð, vil sultu og rjóma og ekkert þras. Get mögulega fyrirgefið vöfflum með súkkulaði og banana/jarðarberjum, en engan fisk á vöfflur, hipparnir ykkar!!

Comments are closed.