Dagur 207

Ansi strembið og allt of langt (miðað við gefinn tíma) lokapróf að baki, verður skrautlegt að sjá hvað kemur út úr því. Til að halda upp á þennan áfanga fór bekkurinn saman út að borða á Vapiano á Gamla Stan, og hlýtur sá staður titilinn besta pizza í Stokkhólmi (enn sem komið er). Eftir matinn tókst mér að plata hópinn með mér á Johan & Nyström kaffihúsið þar sem við enduðum á því að sitja og spjalla í einhverja tvo tíma. Sérlega prýðilegur dagur, eftir að prófinu lauk – allir sama sinnis hvað það varðaði.

Nú er það beint í bælið, finnst ákveðinn skortur á svefni sem stendur.

One thought on “Dagur 207

  1. Gott að vera búinn með prófið Maggi minn. Til hamingju með það.

Comments are closed.