Dagur 210

Nokkrir hápunktar landsleiksins milli heimamanna og Moldavíu;

Leikurinn að hefjast

Leikurinn að hefjast

  • Zlatan stóð sig eins og hetja og lét verja frá sér víti, en bætti upp fyrir það skömmu síðar með því að dúndra boltanum í andlitið á dómaranum sem rétt náði að bera fyrir sig hendurnar
  • Alejandro hrópaði “Zlatan you suck!” eftir að vítið var varið, sem fékk þrjá 12 ára drengi sem sátu fyrir framan okkur til að snúa sér við með skelfingarsvip, þeir hreinlega ætluðu ekki að trúa því að einhver hefði talað illa um goðið þeirra
  • Áhorfendur voru rúmlega 25 þúsund, þar af 12 Moldavíubúar. Þeir voru snyrtilega afgirtir frá öðrum áhorfendum og látnir dúsa úti í horni, með fylkingu öryggisvarða í endurskinsvestum á landamærunum. Öryggisverðirnir voru fleiri en Moldavíubúarnir.
  • Molbúarnir afklæddust (að ofan) þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum og dönsuðu trylltan stríðsdans, þrátt fyrir að vera að tapa 2:0. Gjörsamlega misstu sig þegar Moldavía minnkaði muninn í 2:1 í uppbótartíma og æddu í átt að skelfdum öryggisvörðunum.

Skemmtilegur leikur, gaman að vera á staðnum.

One thought on “Dagur 210

  1. lýsingin á Moldövunum hljómar mjög líkt mér og mínum félögum á leiknum Svíþjóð – Ísland á þessu sama leikvangi (Råsunda) ca árið 2005 … tókum lest frá Skáni kl 8.00, byrjuðum að spila póker og drekka bjór kl 8.01… gerðum góða hluti í miðbæ Stockhólms 5 tímum síðar… fengum miða í gegnum KSÍ og sátum í girðingunni í horninu eins og Moldavarnir… kosturinn við það horn er að þar má hrauna yfir Zlatan að vild … Ísland komst 0-1 yfir og við gjörsamlega urðum geðveikir… leikurinn endaði 3-1 fyrir Sverige. . fengum svo fylgd af vellinum með 20 öryggisvörðum… sungum “jag vill leva jag vill dö på Island” í lestinni á leiðinni niðrí bæ aftur…. dönsuðum eins og asnar á Operukjallaranum ásamt íslenska liðinu og nokkrum vel völdum sænskum landsliðsmönnum (komumst inn með því að segjast vera á vegum KSÍ)… good times

Comments are closed.