Dagur 10

Í dag ætluðum við í skoðunarferð sem var boðið uppá um skólasvæðið, og í Ikea. En þá varð Magga kalt, og það veit aldrei á gott. Svo hann var settur í náttbuxur, pakkað inn í teppi, og plantað í sófann:

Lasinpési

Maggi að taka veikindunum af æðruleysi

Það var hinsvegar allt í lagi að stranda heima í dag, þar sem dótið okkar sem fór sjóleiðina kom í morgun. Við erum búin að ganga frá sirka helmingnum, og strax farin að sjá eftir að hafa tekið svona mikið með. Næstu gestir sem koma verða sendir með allskonar drasl heim (hélt ég að fyrst ég væri ekki búin að nota línuskautana mína síðan 1997 að þá væri nú aldeilis kominn tími á það núna?). Við komumst svo að því hvaðan indæli leigusalinn fær yndislegheitin þegar pabbi hennar mætti á svæðið til að laga sturtuna okkar (sem sprakk í gær (note to self: það er ekki hægt að laga sturtur með kassateipi)). Við erum búin að hefja ættleiðingarferlið, og vonumst til að hann verði orðinn formlegur hluti af fjölskyldunni okkar seinna í vetur.

Það var eins og Stokkhólmur hafi fundið á sér að Maggi væri lasinn, því um miðjan dag hljómaði fallegt lítið lag á bílaplaninu okkar. Við litum út og sáum:

ísbíll

Vúts!

ÍSBÍLINN!!!

2 thoughts on “Dagur 10

  1. þú ert eins og ég – þarft að hafa allt með – mar veit aldrei hvenær mar þarf á því að halda þó það hafi ekki verið í notkun i mörg ár :) og maggi láttu þér batna

Comments are closed.