Dagur 11

Mikil skelfing greip mig þegar ég sá lánaáætlunina hjá LÍN í morgun, þar til ég las hana yfir aðeins betur og rak augun í að allar upphæðir væru í Sænskum krónum en ekki Íslenskum. Hjartaáfalli afstýrt, sem betur fer.

SEK / ISK

Sænska krónan, bjargvætturinn mikli.

Dagur 2 í baráttunni við Svíaflensuna, hún er skæð en mér virðist vera að takast að ráða niðurlögum hennar. Hefði eftir á að hyggja betur látið bólusetja mig fyrir henni á sama tíma og ég fékk bólusetningu fyrir Svínaflensunni. Getur ekki hafa verið mikið aukalegt vesen, mér hefði eflaust verið boðið upp á hana hefði ég gloprað því út úr mér að ég væri á leiðnni hingað í nám.

Svíaflensufaraldurinn mikli

Svíaflensufaraldurinn mikli á mbl.is

Skólinn hefst í næstu viku, mikil eftirvænting ríkir á heimilinu.

One thought on “Dagur 11

  1. Láttu þér batna Maggi minn svo þú getir farið á stúfana og keypt krómpúðlann. Hann getur heitið Hekla. Snorri og Sylvía búa í Heklu blokkakomplexinum. Var að senda ykkur slóð á myndir frá Köben.
    xxx til ykkar beggja
    Mamma

Comments are closed.