Dagur 13

Eftir að hafa látið sænskan hárskera snyrta á mér lubbann í morgun (í tilefni fyrsta skóladagsins í fyrramálið) var haldið í verslunarleiðangur í lágvöruverðsmarkaðinn Lidl. Þar kom innkaupakerran okkar úr IKEA sér sérlega vel. Nei, við stálum ekki innkaupavagni í IKEA móðurskipinu, heldur keyptum okkur litla handhæga kerru (ætlaða eldri borgurum og fátækum námsmönnum) sem er tilvalin til að ferja heim merkilega mikið magn af matvörum.

Fundum þykjustunni-Bounty í Lidl, erum að prufukeyra það núna. Kemur vel út, Unnur vill meina að það sé betri en gamla góða, Magnús er ekki sannfærður (þótt hann ætli að prufa það örlítið meira til að vera viss).

Gamla Stan

Gamla Stan, séð frá StikkiNikki pulsuvagninum

Haustið er greinilega rétt handan við hornið og er að gægjast fyrir það virðist vera, því við finnum mikinn mun á hitastigi dagsins frá því við komum til fyrirheitna landsins. Merkilegt nokk eru það að verða heilar tvær vikur síðan við lentum, þótt það virðist á stundum vera mun lengra síðan. Tíminn virðist líða á öðrum hraða í Svíþjóð en á Íslandi.

“Ú ú ú, það stendur eitthvað á þessu skilti!” – Unnur Margrét í Svíþjóð

2 thoughts on “Dagur 13

  1. Eru virkilega bara 2 vikur síðan þið fóruð, mér finnst það vera 2 mánuðir, þetta stefnir bara í eitt….. Gangi ykkur rosa vel á morgun og með þetta fína nesti.

  2. ú gangi ykkur vel og fáðu nú upplýsingar um hvernig önnin lítur út hjá þér… ég vil fara að panta flugfar beibí :)

Comments are closed.