Dagur 14

Spínatdrykkur til að skerpa einbeitinguna í morgunsárið, og svo var stokkið af stað mót fyrsta skóladeginum. Ég skellti mér í kynningu á prógramminu mínu, á meðan Maggi fór samviskusamlega í vitlausan fyrirlestur, sakleysinginn. Hann var reyndar fljótur að kveikja, en ekki fyrr en hann var búinn að panika vandlega yfir því hvað hann væri mikið eldri en allir hinir.

Svo var lesið á bókasafninu það sem eftir lifði skóladagsins, það fékk mjög háa einkunn hjá bókaormunum hvað varðar kósíheit og þar verður sennilega hægt að finna okkur að miklu leyti næstu mánuðina.

Mikilvægasta verkefni dagsins: Að velja okkur líkamsræktarstöð. Við erum búin að brjóta heilann um þetta síðan við komum fyrir hálfum mánuði, og í kvöld var kominn tími til að taka ákvörðun. Aðeins of margt í boði. Ég þjáðist af svo miklum valkvíða, og biturleika yfir því að það væri hvergi hlaupahópur, að á endanum varð Maggi að taka af skarið og ákveða þetta. Fyrir valinu varð SATS, og við erum voða glöð.

Á morgun: Alvöru skóli, og eitthvað sem deildin mín kallar “social gathering” í eldhúsinu í skólanum (ætti ég að segja þeim að ég sé í sambandi?).

8 thoughts on “Dagur 14

 1. Hvað var að Friskis og Svettis? Sá staður var mjög inn í gamla daga þegar við bjuggum í Norge.
  Það verður spennandi að sjá hvort MS hittir á réttan fyrirlestur á morgun.
  Góða skemmtun á Social Gathering Unnur mín.

 2. Friskis og Svettis hljómaði svo heimilislega gamaldags. Var aðal líkamsræktarstöðin í Svíþjóð þegar við bjuggum í Noregi.
  Góða skemmtun í Social Gathering Unnur mín – já og Maggi vonandi tekst þér að hitta á réttan fyrirlestur á morgun.

 3. Úps – mér tókst óvart að setja inn tvo pósta. Það hlýtur að vera þessi MacBook tölva.

 4. Feitt og sveitt hljómaði nú dálítið skemmtilega.

  Maggi, þú ættir kannski að láta tilviljun ráða á hverjum degi, fara bara inn í einhvern fyrirlestur og sjá svo til hvaða gráða kæmi út úr því :-)

 5. Já, ég þarf alveg að syrgja Feitt og sveitt aðeins, það hljómaði svo heimilislega. En Zumba verður sko prófað, það er nokkuð ljóst! Verst mig vantar Sylvíu til að fara í svona dansræktartíma með mér…

Comments are closed.