Campus svæðið er yndislegt, enda stendur skólinn í miðjum þjóðgarði. Grænt í allar áttir, stutt í stöðuvatn (Laduviken) í austur og sjóinn í vestur (Brunnsviken). Stærðarinnar tignarleg tré – og litlar tjaldbúðir þar sem alþjóðlegir stúdentar sem ekki hafa fundið húsnæði enn sem komið er búa í kúlutjöldum. Sönn saga. Get svo svarið það. Þarf að taka myndir af þessu og skella þeim hingað inn.
Svo virðist vera sem ástandið hafi aldrei verið svona slæmt áður hvað varðar húsnæðisskort fyrir nemendur, og prísum við okkur sæl yfir því að hafa fundið svona yndislega íbúð.
Höfum eytt þónokkrum tíma á háskólabókasafninu síðustu daga og erum afskaplega hrifin af því. Lesbásar, vinnuherbergi, hægindastólar, stórir gluggar sem vísa út í litlar garð-einingar eða út á campusinn sjálfan. Sjáum fram á að þar verði afskaplega huggulegt að stúdera með góðum kaffibolla í vetur. Hreint ekki slæmt.
ooooh en huggulegt! not to shabby for Rachel!