Dagur 237

Þetta er búinn að vera mjög óþægilegur dagur því í gærkvöldi byrjaði mér að vera illt í “hægra lunganu” (eða rifbeinunum, eða einhverju öðru sem er þarna undir hægri búbbu) og núna get ég ekki ennþá dregið andann nema svona hálfa leið. Það er mjög frústrerandi þegar maður er alltaf móður, og þegar maður þarf að geispa/hnerra/sofa. Það var ekki mikið sofið í nótt því það er vont að liggja, og stefnir í eitthvað svipað í nótt sýnist mér. Ég var voða samviskusöm og hringdi í mæðraverndina mína (ca. 50 metra frá húsinu mínu) í morgun til að spyrja útí þetta, en konan sem svaraði í símann sagði mér að hringja á fæðingardeildina frekar (í hinum enda borgarinnar). Mér fannst það asnalegt ráð svo ég hunsaði það. Ég fór í staðinn á Google og rannsakaði vísindalega hvað gæti verið að mér. Niðurstaða: Með samanfallið lunga, einhvers konar gallblöðrukrísu og allavega 18 tegundir af krabbameinum og gigtum er ólíklegt að ég lifi nóttina af.

4 thoughts on “Dagur 237

  1. líffæriíkremjusyndrom? Potaðu í ungann og reyndu að tala hann til og biðja hann vinsamlegast að færa sig ogguponsulítið…. litli óþekktaranginn.. ji hvað ég hlakka til að hitta hann og undurfögru mömmu hans líka:)

  2. jæja, það var allavega gaman að kynnast þér, Maggi getur flutt inn til okkar Arthúrs þegar hann kemur heim ef hann vill ekki búa einn, allavega svona rétt á meðan hann er að jafna sig ;)

  3. Greinilega farið að þrengja að unga litla.
    Þegar líður á meðgöngu getur oft þurft að hækka sig í rúminu, þ.e. þannig að lungun standi hærra en bumban. Aðdráttarafl jarðar nýtist þá til að draga unga litla niður frá lungunum.
    Þú gætir svo þurft að bæta við einum og einum kodda og svo endar þú sitjandi og “sofandi” – eða þannig. :o(

Comments are closed.