Sunnudagur 22. maí 2011

Ritgerðaskrif og heimanám í dag, með hæfilegum pásum til að hvíla hausana og gæta þess að jarðaberin skemmist ekki. Erfitt líf, stundum þarf að gera meira en gott þykir.

Styttist óðum í flugið heim, það er eins gott að þetta eldgos verði hætt fyrir þann tíma. Eins og það var nú fínt að neyðast til að taka sér aukalegan frídag í síðasta gosi (einmitt í Stokkhólmi líka) held ég að það sé komið gott, við séum búin að taka út okkar skammt af eldgosaveseni.

2 thoughts on “Sunnudagur 22. maí 2011

Comments are closed.