Mánudagur 23. maí 2011

Undirbúningur fyrir heimferð mjakast í rétta átt. Ritgerðaskrifin hjá Magga svífa áfram, á meðan ég pakka og hendi og gef til að reyna að rýma til fyrir leigusalann okkar í íbúðinni í sumar. Í dag tók ég reyndar stórt skref afturábak í því verkefni, stækkaði fatahrúgu heimilisins ööörlítið þegar ég lenti inn í H&M og hamstraði fyrir sumarið. Ég veit það næst að það er hættulegt að versla þá daga sem manni finnst maður óvenjulega sætur, ég stóðst sjálfa mig bara alls ekki í speglinum í mátunarklefanum. En ég get þá allavega hætt að tuða um að ég þurfi að fara nakin í giftingarveislu á 9. mánuði, nú hinsvegar verður fólk að bjóða mér í fleiri fínar veislur í júní svo ég geti notað kjólgopann oftar en einu sinni. Ég lenti reyndar líka heim með buxur sem mér finnst fáránlega skemmtilegar en Maggi lýsti með orðunum “uuu, mér finnst þú fínni en þessar buxur” (dipló leið til að segja “kalkúnabuxur, KALKÚNABUXUR!). Með smá heppni verð ég í þeim á bumbumyndum morgundagsins.

2 thoughts on “Mánudagur 23. maí 2011

Comments are closed.